Ertu? Vinnubók í lífsleikni - rafbók

15 Ég-boð – góð aðferð til að tjá tilfinningar Ef til vill hefur þú þegar lært að nota svokölluð ég-boð til að tjá bæði jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. Hvort heldur sem er væri ekki úr vegi að fara stuttlega yfir hvað felst í ég-boðum. Þau geta verið sérlega áhrifarík í samskiptum, einkum til að bregðast við í aðstæðum þar sem þér er ögrað á einhvern hátt. Með því að nota ég-boð sýnir þú ákveðni. Dæmi: Besta vinkona þín hlær alltaf með hinum í bekknum þegar þeir eru að gera grín að þér. Ég-boð: „Þegar þú hlærð svona að mér með öllum hinum verð ég rosalega sár vegna þess að mér finnst að vinir eigi að standa saman. Ég myndi vilja að þú slepptir því að hlæja að mér og sýndir þeim þannig að þú stæðir með mér.“ Ég-boðin ganga sem sagt út á að segja hvernig þér líður þegar einhver gerir á þinn hlut en ekki að ásaka viðkomandi. Það er þá hegðunin en ekki sjálf persónan sem þú gagnrýnir. Þetta er mikilvægt atriði til að brjóta ekki niður sjálfstraust þess sem gerir á þinn hlut. Æfðu þig í að bregðast við eftirfarandi aðstæðum með ég-boðum. 1. Bróðir þinn fær lánaðar gallabuxurnar þínar án þess að spyrja þig um leyfi. Þegar þú _____________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ verð ég ______________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ vegna þess að _________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Ég myndi vilja _________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Ég-boð í hnotskurn: Þegar þú … verð ég / finnst mér … vegna þess að … Ég myndi vilja …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=