Ertu? Vinnubók í lífsleikni - rafbók

27 Virðing og traust í vináttu og samskiptum Manneskja sem þú getur treyst og reitt þig á er verðugur vinur eða vinkona. Manneskja sem þú treystir og getur sagt frá leyndarmáli eða gert samkomulag við verðskuldar virðingu þína og annarra. En við berum minni virðingu fyrir þeim sem kjafta frá eða koma af stað sögusögnum um aðra sem særa þá eða valda þeim vandræðum. Hversu virðingarverð/virðingarverður/virðingarvert ert þú? Alltaf Oft Stundum Aldrei 1. Þegir þú yfir leyndarmáli sem þér er trúað fyrir? ❑ ❑ ❑ ❑ 2. Kemur þú af stað sögusögnum eða orðrómi um aðra? ❑ ❑ ❑ ❑ 3. Hefur þú einhvern tíma orðið fyrir því að komið hefur verið af stað sögusögnum um þig? ❑ ❑ ❑ ❑ 4. Hefur einhver kjaftað frá leyndarmáli sem þú sagðir viðkomandi frá? ❑ ❑ ❑ ❑ 5. Myndir þú kjafta frá leyndarmáli sem þér var trúað fyrir til að forða þér úr vandræðum? ❑ ❑ ❑ ❑ 6. Hvernig myndi þér líða ef einhver í skólanum kæmi af stað sögusögnum um þig? Merktu við þau atriði sem lýsa tilfinningum þínum. Ég yrði: ❑ reið/reiður/reitt ❑ sár ❑ pirruð/pirraður/pirrað ❑ færi hjá mér ❑ brjáluð/brjálaður/brjálað ❑ svekkt/svekktur ❑ fúl/fúll/fúlt ❑ fyrir vonbrigðum 7. Reyndu að setja þig í þessi spor: Þú segir vini/vinkonu að þér líki rosalega vel við einhvern í skólanum. Vinurinn eða vinkonan segir fimm öðrum frá því og bráðum veit allur bekkurinn hvað þú ert að pæla. Hvernig liði þér? Merktu við þau atriði sem lýsa tilfinningum þínum. ❑ reið/reiður/reitt ❑ örvæntingarfull/ur/fullt ❑ ❑ fyndist ég svikin/n/svikið ❑ færi hjá mér ❑ ❑ fyndist ég niðurlægð/ur/t ❑ vonsvikin/n/vonsvikið ❑ sár/sárt 8. Skrifaðu hvað þú gætir sagt við þennan vin/vinkonu með því að nota ég-boð. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ brjáluð/brjálaður/brjálað pirraður/pirruð/pirrað

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=