Ertu? Vinnubók í lífsleikni - rafbók

32 Hversu ábyrg/ábyrgur/ábyrgt ertu? Merktu við þau atriði sem eiga við þig til að kanna hve ábyrgur neytandi þú ert. Því fleiri atriði sem þú merkir við því ábyrgari ertu. ❑ Ég sóa hvorki heitu né köldu vatni. ❑ Ég hendi aldrei rusli eða öðru á víðavangi. ❑ Ég borða hollan og næringarríkan mat og passa að hreyfa mig. ❑ Ég sóa ekki mat. ❑ Ég fer vel með eigur mínar svo að þær endist. ❑ Ég reyni að spara og safna mér fyrir því sem mig langar í. ❑ Mér finnst skipta máli að allir minnki vistspor sitt. ❑ Ég hendi ekki pappír, dósum og flöskum eða öðru sem má endurvinna. ❑ Ég slekk alltaf á sjónvarpinu í stað þess að „hálfslökkva“ með fjarstýringu. ❑ Ég hef ekki kveikt á ljósum eða öðrum rafmagnstækjum að óþörfu. ❑ Ég dreifi ekki niðrandi athugasemdum um aðra á netinu eða samfélagsmiðlum. ❑ Ég geng, hjóla eða fer í strætó, í stað þess að láta keyra mig, til að spara orku, minnka kolefnisspor og draga úr mengun. Annað sem ég geri til að vera ábyrgur neytandi: ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Eitt af því sem fjallað er mikið um í heiminum nú á tímum er umhverfisvernd og nauðsyn þess að skila jörðinni til komandi kynslóða í sama eða betra ástandi en hún er núna. Þetta er kallað sjálfbær þróun. Til að það megi takast verða allir að leggja sitt af mörkum, alls staðar í heiminum, til að vinna gegn mengun, hnattrænni hlýnun og landeyðingu. Liður í því er að minnka vistspor sitt til dæmis með því að sýna ábyrgð í neyslu af ýmsu tagi, s.s. að reyna að kaupa ekki óþarfa, passa upp á að skila endurnýtanlegum umbúðum á skilastöðvar eins og Sorpu, ganga vel um úti sem inni, ekki eyða rafmagni eða vatni að óþörfu og margt fleira.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=