5
Inngangur
Í grunnskóla er lagður hornsteinn að námi og framtíð barna. Þar læra
þau hegðun og gildi sem eru í samræmi við væntingar og menningu
samfélagsins. Þau læra grundvallarreglur varðandi skólagöngu, félagsleg
samskipti og öðlast leikni og færni til frekara náms. Það skiptir því öll
börn miklu að vel takist til og skólaárin nýtist sem best.
Á síðustu árum og áratugum hefur þeim börnum fjölgað sem hafa
fengið greiningu vegna athyglisbrests og ofvirkni/hvatvísi eða ADHD.
Viss hegðunareinkenni koma oft fyrst fram hjá börnum með ADHD
þegar þau byrja í skóla og þau geta átt í meiri erfiðleikum en jafnaldrar
þeirra með að mæta væntingum skólasamfélagsins. Skólagangan reynir
því iðulega bæði á þau og fjölskyldur þeirra.
Fyrst og fremst ætti að líta á greiningu á ADHD sem vegvísi að
viðeigandi fræðslu, meðferð og úrræðum sem snúa að barninu og
nærumhverfi þess. Í því sambandi er mikilvægt að beina sjónum að
sterkum hliðum barna með ADHD, sem eru fjölmargar, og nálgast
barnið í leik og starfi út frá áhugasviði þess og styrkleikum. Börn með
ADHD eru oft opin, skapandi, hugmyndarík og orkumikil. Í uppeldi
og í skólastarfi er nauðsynlegt að virkja á jákvæðan hátt áhuga þeirra og
1,2,3,4,5,6 8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,...67