Útför

Búddadómur / Siðir / Útför

Sækja pdf-skjal

 

Athafnir tengdar andláti eiga sér djúpar rætur í búddadómi en það sem fékk Búdda til að fara frá heimili sínu og fjölskyldu var sýn hans á elli, sjúkdóma og dauða. Hægt er að lesa betur um það í kaflanum Líf Siddharta - Búdda > Sýnirnar fjórar. Þegar einhver deyr koma munkar á heimili hins látna og lesa eða kyrja texta úr helgiritum.

Í sumum löndum stendur útförin í marga daga. Musterinu eru gefnar fórnargjafir og þátttakendur syngja sútrur og leitast við að einbeita sér að góðum hugsunum sem þeir yfirfæra síðan á hinn látna. Það er trú manna að slíkt færi honum gæfu í næsta líf og færi hann nær nirvana. Líkið er loks brennt meðan munkar fara með blessunarorð. Í mörgum löndum er siður að fjölskyldan færi ákveðnum hofum árlegar fórnir til minningar um hina látnu.

Á Íslandi er algengt að útför fari fram á búddískan hátt áður en viðkomandi er jarðaður samkvæmt kristnum sið.