Tbal Tbal er frá eyjunni Jerba á Suðaustur-Túnis og notað til þess að halda uppi taktföstum undirleik í þjóðlagatónlist. Spilað er á tbal með tveimur kjuðum (annar kjuðinn er örlítið stærri en hinn) og er haldið á hljóðfærinu með leðuról um hálsinn.