Mezoued
Mezoued er einhvers konar sekkjapípa með tveimur hljóðpípum. Belgurinn er úr skinni og hljóðfæraleikarinn framkallar hljóð með því að blása í belginn og þrýsta honum saman með handleggjunum. Á belgnum eru tvær hljóðpípur úr rey með fimm fingragötum. Lengd hljóðfærisins er 64 cm. Hljóðfærið hefur takmarkað tónsvið og er notað til að spila þjóðlagatónlist. |