Túnisk hljóðfæri  
  Mezoued
Zokra
Tbal
Darbuka
Naqara
Gasaba
Rabab
Túniska ud
Gombri
Chkacheks
Tabla
       

Gasaba
Gasba er upprunalega arabískt orð yfir flautu. Gasba hefur venjulega sjö eða átta fingargöt en spilað er á það með aðeins sex fingrum það er þremur á hvorri hönd. Þessi útgáfa sem er á myndinni hefur hins vegar níu fingurgöt. Þessi tegund gasba hefur heldur ekki fingurgat á bakhliðinni eins og venja er. Gasba er venjulega notað til að spila sveita- eða hjarðtónlist. Hljóðfæraleikarar beita venjulega hringöndun þegar þeir spila á gasba.