61
NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar
Ítarefni
Á eyjunni Súmötru er Tobavatn, stærsta öskjuvatn í heimi, sem myndaðist þegar eldfjall hrundi
eftir að kvikuhólf þess tæmdist í eldgosi fyrir um 70.000 árum síðan. Eldgosið var með þeim
stærstu sem vitað er um og hafði gríðarlegar afleiðingar um alla jörð. Vatnið er um 90 km langt og
30 km breitt.
Verkefni
1. Finndu hvað helstu eyjaklasar og stærstu eyjar Indónesíu heita.
2. Nefndu nokkur strandhöf er liggja að Indónesíu.
3. Hvað heita nágrannaríki Indónesíu?
4. Hvað rækta Indónesar til innanlandsneyslu og til útflutnings?
5. Hverjar eru helstu náttúruauðlindir Indónesa?
6. Hvaða heita eyjarnar sem nefndar eru eftir þessum kryddum, múskat, pipar og kanil?
7. Hvað var Hollenska Austur-Indíafélagið?
8. Af hverju er nafnið órangútan dregið?
9. Hverjar voru afleiðingar eldgossins í Krakatá árið 1883?
10. Af hverju býr svo mikill fjöldi fólks eins og raun ber vitni í nábýli við hin stórhættulegu eldfjöll
á Indónesíu?