56
NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar
Ítarefni
Á sama stað og tíma og Spánverjar mættu með flota sinn við strendur Mexíkó, árið 1521, átti sköpunar-
guð Azteka að snúa aftur til jarðarinnar og endurheimta ríki sitt, samkvæmt trú þeirra. Aztekar tóku því
sérstaklega vel á móti Spánverjum með gulli og gersemum. Þessar móttökur ýttu undir græðgi Spán-
verja og á mjög skömmum tíma náðu þeir að brjóta niður veldi Azteka og binda snögglega enda á
langa og blómlega menningarhefð í Mexíkó.
Verkefni
1. Hvaða frumbyggjaþjóðir er fjallað um í textanum?
2. Hvað var það sem stuðlaði að þróun samfélaga í Mið-Ameríku?
3. Hvenær voru Olmekar uppi og hvað stuðlaði að uppgangi þeirra?
4. Hvað einkenndi hverja þjóð fyrir sig?
• Olmeka
• Maya
• Tolteka
• Azteka
5. Í hvaða nútímaríkjum bjuggu þjóðirnar?
6. Af hverju áttu Evrópubúar svo auðvelt með að fóta sig í Mexíkó og hverjar voru afleiðingarnar?
7. Hver voru hlutskipti þeirra lægst settu og þeirra hæst settu í samfélögunum?
8. Gerðu tímaás sem sýnir blómaskeið hverrar þjóðar?