

Skali 2A
78
3.18
Sýndu með reikningi hvort fullyrðingarnar eru sannar eða ósannar:
a
Sumir sofa 2,3
—
sólarhringa á einni viku.
b
0,416
—
klst. er jafnt og 25 mínútur.
c
0,916
—
klst. eftir klukkan 12,53 er klukkan orðin 13,47.
d
17. júní er 0,2 árum eftir 5. apríl.
3.19
Notaðu töflureikni og búðu til formúlu sem breytir árum og mánuðum í
daga og dögum í mínútur og sekúndur. Notaðu töflureikninn og svaraðu
spurningunum hér á eftir.
a
Hve marga daga hefur þú lifað?
b
Lengd skólaársins er 180 skóladagar. Hve margar sekúndur varir
skólaárið?
c
Gerðu ráð fyrir að þú hafir sofið að meðaltali 9 klst. á sólarhring.
Hvað hefur þú þá sofið margar mínútur frá fæðingu?
3.20
Hjólreiðakeppninni „Hjólaæði“ fyrir karla er lokið. Fimm efstu keppendurnir
voru Páll (2:02,14), Eiríkur (2:05,12), Ásgeir (1:58,25), Már (1:57,26) og
Sölvi (2:03,55).
a
Gerðu lista yfir niðurstöður fimm efstu keppendanna og raðaðu þeim
eftir árangri.
b
Hvað kom Eiríkur miklu seinna en Sölvi í mark?
c
Gerðu annan lista sem sýnir hve löngu á eftir Má allir hinir keppendurnir
komu í mark.
3.21
Í Formúlu-1-keppni
í Brasilíu árið 2013
urðu niðurstöðurnar
eins og taflan sýnir.
Búðu til lista yfir
niðurstöðurnar og
raðaðu keppendunum
eftir árangri.
Sæti
Ökuþór
Tími
1
Sebastian Vettel
1.32.36,300
2
Mark Webber
+10,452 sek.
3
Fernando Alonso
+18,913 sek.
4
Jenson Button
+37,360 sek.
5
Nico Rosberg
+39,048 sek.
6
Sergio Perez
+44,051 sek.
7
Felipe Massa
+49,110 sek.
8
Nico Hulkenberg +1.04,252 sek.
9
Lewis Hamilton
+1.12,903 sek.