Background Image
Previous Page  80 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 80 / 140 Next Page
Page Background

Markmið

Sýnidæmi 4

Skali 1B

78

Algebrustæður

HÉr ÁTTU AÐ LÆRA AÐ

• tákna verkefni úr daglegu lífi með bókstöfum og tölum. Þetta kallast

algebrustæður;

• skipta bókstöfum í algebrustæðu út fyrir tölur og reikna gildi stæðunnar.

Þegar þú lærðir um mynstur í síðasta kafla bjóst þú til algebrustæðu þegar þú

skrifaðir formúlu fyrir myndtölurnar. Í mörgum sýnidæmum skoðaðir þú hvað væru

sameiginleg einkenni og slík einkenni má tákna með orðum eða formúlum.

Þetta kallast að alhæfa.

Rúna býr til myndaramma úr ferningslaga mósaíkkubbum.

Hliðarnar í kubbunum eru 1 cm á lengd.

a

Einn af römmum Rúnu er fyrir mynd sem er 5 · 5 cm að stærð.

Hve marga mósaíkkubba þarf Rúna í þennan ramma?

b

Skrifaðu með orðum hve marga mósaíkkubba Rúna þarf í ferningslaga

ramma þegar þú veist hliðarlengd myndarinnar.

c

Skrifaðu algebrustæðu fyrir þann fjölda mósaíkkubba sem Rúna þarf í

ramma utan um mynd þar sem hliðarnar eru

n

cm á lengd. Talan

n

er í

heilum sentimetrum.

Tillögur að lausn

a

Myndin sýnir að fimm mósaíkkubbar

eru á hverri hlið plús einn kubbur í

hvert horn, það er að segja:

4 · 5 + 4 = 20 + 4 = 24

Rúna þarf 24 mósaíkkubba

fyrir þennan ramma.

Algebrustæða

er

formúla eða dæmi

þar sem allar

tölurnar eða

einhverjar þeirra

eru skrifaðar með

bókstöfum.

Bókstafirnir í

algebrustæðum

tákna óþekktar

tölur.