Background Image
Previous Page  69 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 69 / 140 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Algebra og jöfnur

67

b

Það eru 4 hringir í mynd 1, 7 hringir í mynd 2, 10 hringir í mynd 3 og

13 hringir í mynd 4. Hver tala er 3 stærri en talan á undan.

Myndtölurnar mynda talnamynstrið 4, 7, 10, 13.

5.1

Þóra býr til turn úr kubbum eins og myndin til hægri sýnir.

Þessi turn er þrjár hæðir og í honum eru 18 kubbar.

Telja má hæðirnar með því að telja „göt“ neðan frá og upp.

a

Finndu myndtölur fimm fyrstu hæðanna.

b

Hve margar hæðir getur Þóra byggt með 100 kubbum?

Útskýrðu hvernig þú fannst svarið.

5.2

Skoðaðu myndirnar hér á eftir sem búnar eru til með pinnum.

Mynd 1

Mynd 2

Mynd 3

a

Gerðu töflu, svipaða þeirri sem er hér til hægri, og

skrifaðu myndtölur fyrir myndir nr. 1−6. Þú getur

teiknað eða búið til myndirnar til að vera viss um að

þær verði réttar.

b

Finndu myndtölu myndar nr. 10.

c

Skrifaðu með orðum hvernig þú finnur myndtölu

ákveðinnar myndar.

d

Á myndirnar hér fyrir ofan er sett „þak“ með pinnum.

Gerðu nýja töflu með nýja fjöldanum. Útskýrðu nýja

talnamynstrið með orðum.

Mynd nr.

Fjöldi pinna = myndtalan

1

4

2

3