Background Image
Previous Page  65 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 65 / 140 Next Page
Page Background

Kafli 4 • Tölfræði

63

Þjálfaðu hugann

4.84

Í bekkjardeild nokkurri eru 20 nemendur. Níu af þeim eiga systur

og 10 af þeim eiga bróður. Fimm nemendanna eiga engin systkini.

Hve margir þeirra eiga bæði bróður og systur?

4.85

Taflan til hægri sýnir tíma þeirra fimm bestu í hlaupi stúlkna.

Aðrir þátttakendur en þær fimm bestu fengu viðurkenningu ef hlaupahraði

þeirra var undir tímamörkum sem voru fundin með því að bæta 25% við

meðaltíma hinna fimm bestu.

Hve hratt þurftu þátttakendur að hlaupa til að fá viðurkenningu?

4.86

Þann 1. júní 2011 var meðalaldur 33 kennara í skóla nokkrum 47 ár.

Þann 31. maí 2012 hættu þrír kennarar, sem voru 65 ára, 58 ára og 62 ára.

Í staðinn voru strax ráðnir fjórir nýir kennarar en þeir voru 24 ára, 31 árs,

26 ára og 28 ára.

Hver var meðalaldur kennara í þessum skóla þann 1. júní 2012?

Námundaðu meðalaldurinn að næsta heila ári.

Tími

1 klst. 24 mín. 12 sek.

1 klst. 25 mín. 10 sek.

1 klst. 26 mín. 8 sek.

1 klst. 30 mín. 53 sek.

1 klst. 33 mín. 37 sek.