Background Image
Previous Page  53 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 53 / 140 Next Page
Page Background

Kafli 4 • Tölfræði

51

Ída og Jóna æfa sig í að kasta bolta langa vegalengd. Notaðu

töfluna til hægri og reiknaðu út hvor þeirra stendur sig betur í

þessari kastlotu.

Tillaga að lausn

Við reiknum út meðalvegalengdina fyrir báðar stelpurnar:

Meðalvegalengd Ídu:

​ 

30 + 28 + 29 + 27 + 29 + 13

___________________________ 

6

​= 26

Meðalvegalengd Jónu:

​ 

26 + 25 + 26 + 27 + 25 + 27

___________________________ 

6

​= 26

Í báðum lotunum er sama meðalvegalengd. En það er aðeins eitt kast

sem lækkar meðalvegalengd Ídu. Er þá rétt að segja að þær séu jafn

góðar í boltakasti?

Við athugum miðgildi lengdar í báðum lotunum:

Miðgildi vegalengdar Ídu:

​ 

28 + 29

________

2

​= 28,5

Miðgildi vegalengdar Jónu:

​ 

26 + 26

________

2

​= 26

Köst Ídu í þessari lotu eru betri.

4.71

Árni og Jóel hlaupa 60 m fjórum sinnum. Notaðu töfluna hér fyrir neðan og

finndu hvor þeirra er betri. Útskýrðu að báðir geta verið betri eftir því

hvernig reiknað er.

60 metra hlaup Árni

Jóel

1. hlaup

7,9 sek.

7,7 sek.

2. hlaup

8,5 sek.

8,1 sek.

3. hlaup

8,3 sek.

8,8 sek.

4. hlaup

8 sek.

8,1 sek.

Sýnidæmi 13

Þegar einhver gildi

hafa mikil áhrif á

meðaltalið getur

miðgildið gefið betri

mynd af miðsækninni.

Kast

Ída

Jóna

1. kast

30 m 26 m

2. kast

28 m 25 m

3. kast

29 m 26 m

4. kast

27 m 27 m

5. kast

29 m 25 m

6. kast

13 m 27 m