Background Image
Previous Page  51 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 51 / 140 Next Page
Page Background

Kafli 4 • Tölfræði

49

4.67

Þú skalt vinna þetta verkefni með bekkjarfélaga þínum. Þið ræðið hvaða

aðstæður er best að sýna í súluriti, skífuriti, tröppuriti og línuriti.

Heiti myndrits

Mynd af myndritinu Myndritið er notað við

eftirfarandi aðstæður

súlurit

skífurit

tröppurit

línurit

Heimildir með villandi upplýsingum

Í tölfræðilegum könnunum getur verið um að ræða villandi upplýsingar:

• Þú skráir tölfræðilegar upplýsingar um fjarvistir nemenda við skólann þinn.

Allir kennararnir eiga að senda þér yfirlit yfir fjarvistir nemenda en einhverjir

þeirra gleyma því og tölurnar, sem þú færð yfir fjarvistirnar, eru þess vegna

of lágar.

• Þú vilt vita eitthvað um sjónvarpsvenjur fólks og spyrð einungis þá sem eru

yngri en 25 ára. Þá ertu ekki með marktækt úrtak. Ef þú spyrð aðeins fimm

manns hefur þú ekki næg gögn til að alhæfa út frá.

• Þú mælir tíma og klukkan gengur ekki rétt. Þá færðu kerfisbundna villu í

mælingunum.

• Þú framkvæmir spurningakönnun en 10% af svarendunum svara bara „út í hött“

án þess að þú vitir það. Þá er ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðunum.

4.68

Fyrir kosningar gera þrjú dagblöð skoðanakönnun. Blað 1 spyr 500 manns

af öllu landinu, blað 2 spyr 1000 manns af öllu landinu og blað 3 spyr 1000

manns í eigin kjördæmi.

a

Hvað finnst þér að niðurstöður þessara þriggja skoðanakannana geti

sagt landsmönnum?

b

Hvað getur sá sem gerir tölfræðilegar rannsóknir gert til að draga úr

því að hann fái villandi upplýsingar?

Marktækt úrtak

er „lítil útgáfa“ af

þeim eða því sem

þú ætlar að

rannsaka.

Að alhæfa

er að

víkka niður-

stöðurnar út

þannig að þær

gildi fyrir stærri

hóp en þann sem

þú rannsakar.

Kerfisbundin villa

kemur upp ef allar

mælingarnar gefa

of lága eða of háa

niðurstöðu.