Background Image
Previous Page  58 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 58 / 140 Next Page
Page Background

Skali 1B

56

Þú átt að geta

Dæmi

Tillaga að lausn

reiknað út gildi sem

sýnir dreifingu

Reiknaðu út spönn

hoppa Friðþjófs í

hástökki í dæminu á fyrri

blaðsíðu.

Spönnin er mismunurinn á hæsta og lægsta

hoppinu:

1,55 − 1,45 = 0,10

Spönnin er 0,10 m.

borið gögn saman með

því að skoða meðaltöl

Blóðþrýstingur er

mældur í mm kvikasilfus

(mm Hg) með tveimur

tölum sem gefa upp

þrýstinginn þegar

hjartað dregst saman

(efri mörk) og þegar

hjartað slappar af (neðri

mörk). Meðaltalið er um

það bil 120/80.

Berðu blóðþrýsting Þórs,

sem er 110/65, og Maríu,

sem er 150/90, saman

við meðaltalið.

Efri mörk blóðþrýstings Þórs eru (120

110)

mm Hg = 10 mm Hg lægri en meðaltalið.

Neðri mörk hans eru (80

65) mm Hg =

15 mm Hg lægri en meðaltalið.

Þór er með lægri blóðþrýsting en nemur

meðaltalinu.

Efri mörk Maríu eru (150

120) mm Hg =

30 mm Hg hærri en meðaltalið. Neðri mörk

hennar eru (90

80) mm Hg = 10 mm Hg

hærri en meðaltalið.

María er með hærri blóðþrýsting en nemur

meðaltalinu.

undirbúið tölfræðilega

athugun

1 Hvað viltu finna út og

hvað heldurðu að þú

munir finna út?

2 Hvernig ætlar þú að

safna gögnum?

3 Hvernig ætlar þú að

vinna úr gögnunum

og framkvæma

nauðsynlega

útreikninga?

4 Hvernig getur þú lagt

mat á og túlkað

niðurstöðurnar sem

þú færð?

5 Hvers konar kynning

á niðurstöðum hentar

best?

Undirbúðu könnun til að

finna hve margir

farþegar eru í bílunum

sem aka fram hjá

skólanum þínum að

morgni.

1 Tilgangurinn með könnuninni er að ganga úr

skugga um hve margir aka einir í bíl. Við gerum

ráð fyrir að finna að tíðasta gildið verði 0

farþegar.

2 Við söfnum upplýsingum um fjölda farþega í

30 bílum einn morgun rétt fyrir skólabyrjun.

3 Við flokkum gögnin, búum til tíðnitöflu og

reiknum út gildi sem sýna miðsækni.

4 Við leggjum mat á og túlkum niðurstöðurnar.

5 Við kynnum niðurstöðurnar í súluriti og

reiknum miðgildi, meðaltal og tíðasta gildi fyrir

fjölda farþega.