Background Image
Previous Page  48 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 48 / 140 Next Page
Page Background

Skali 1B

46

Spurningakönnun

Gerður og Óðinn eiga að komast að því hvaða ávöxt bekkjarfélagar þeirra vilja helst

hafa með sér í skólann. Óðinn stingur upp á að setja fram

opna spurningu

: Hvaða

ávöxtur finnst þér bestur?

Gerður stingur upp á að setja fram

lokaða spurningu

:

Hver þessara ávaxta finnst þér bestur?

 appelsína

 banani

 epli

 kiwi

 klementína

 pera

Setja má fram lokaðar spurningar á marga vegu. Eiga

svarendur

til dæmis

að merkja við eitt eða fleiri svör?

Í nokkrum spurningakönnunum eiga svarendur að taka afstöðu til fullyrðingar.

Svarmöguleikar geta þá til dæmis verið „sammála/ósammála“ eða settir fram í

þrepaskiptum kvarða, t.d. þannig: alveg sammála − nokkuð sammála − nokkuð

ósammála − alveg ósammála − veit ekki. Mismunandi er eftir rannsóknum hve

margir slíkir svarmöguleikar eru á kvarðanum.

4.62

Ræddu við bekkjarfélaga þína um kosti og galla opinna og lokaðra

spurninga.

4.63

Tvö rannsóknarfyrirtæki rannsaka sjónvarpsvenjur fólks. Annað fyrirtækið

spyr: Hvaða sjónvarpsþætti horfðir þú á í gær? Hitt fyrirtækið spyr: Hvern

þessara sjónvarpsþátta horfðir þú á í gær? Eftir spurninguna var listi yfir

þætti sem sýndir voru á mismunandi sjónvarpsstöðvum.

a

Hver er munurinn á þessum tveimur tegundum spurninga?

b

Hvor tegundin finnst þér gefa betri mynd af sjónvarpsvenjum fólks?

Rökstyddu svarið.

Opin spurning

Þátttakendur í

spurningakönnun

geta svarað að

vild.

Lokuð spurning

Þátttakendur í

spurningakönnun

velja milli ýmissa

svarmöguleika.

Svarendur

Þeir sem

taka þátt í

spurningakönnun.