Background Image
Previous Page  44 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 44 / 140 Next Page
Page Background

Skali 1B

42

Meðaltal 30 ára tímabils

Stundum eru reiknuð meðaltöl yfir langt tímabil. Síðasta tímabil, sem slík meðaltöl

voru reiknuð fyrir, var 1961−1990. Slík gildi eru gagnleg þegar bera á saman gildi

til dæmis í tölfræði eða veðurfræði.

4.55

Taflan hér á eftir sýnir meðalúrkomu á mánuði á tímabilinu 1961−1990 á

tveimur stöðum á Íslandi, annars vegar á Kirkjubæjarklaustri og hins vegar

á Akureyri.

a

Í hvaða mánuði er mesti munur á meðalúrkomu á Kirkjubæjarklaustri

og á Akureyri?

b

Hve mörgum prósentum hærri er meðalúrkoman í maí

á Kirkjubæjarklaustri en á Akureyri?

4.56

Þann 7. júní 1997 varð lægsti hiti á Kirkjubæjarklaustri þann mánuð en þá

komst hitinn niður í −1 °C. Þetta er 10,4 gráðum lægra en meðalhitinn í júní

á tímabilinu 1961−1990.

a

Hver var meðalhitinn á Kirkjubæjarklaustri í júní tímabilið 1961−1990?

Mestur hiti í júní 1997 á Kirkjubæjarklaustri var 25,3 °C.

Það varð þann 3. júní.

b

Hver var spönn hitastigsins á Kirkjubæjarklaustri í júní 1997?

c

Hve margir dagar liðu milli hæsta og lægsta hitastigsins í júní á

Kirkjubæjarklaustri árið 1997?

Mán.

Meðalúrkoma (mm) eftir mánuðum tímabilið 1961

1990

Staður

jan. febr. mars apríl maí

júní

júlí ágúst sept. okt.

nóv. des.

Kirkjubæjarklaustur

145 130,4 130,6 115,1 117,6 131 120,8 158,7 140,7 184,8 136,5 133,1

Akureyri

55,2 42,5 43,3 29,2 19,3 28,2 33 34,1 39,1 58 54,2 52,8

Heimild:

www.vedur.is