Background Image
Previous Page  28 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 28 / 140 Next Page
Page Background

Skali 1B

26

Flokkur

er safn

gagna eða

upplýsinga með

gildi sem tilheyra

ákveðnu talnasviði.

Tilhneiging

í

gögnunum segir til

um hvernig þau

dreifast í

meginatriðum.

Breidd

flokka er

mismunurinn á

hæsta og lægsta

gildi talnasviðsins

sem gögnin

skiptast í.

Sýnidæmi 8

Flokkaskipt gögn

Þegar við höfum gögn með mörgum mismunandi gildum getum við raðað

gögnunum í ákveðna flokka til að fá betri yfirsýn yfir þau. Oftast eru búnir til

flokkar með svipaða breidd. Þegar teknar eru ákvarðanir um flokkana eru notaðir

hornklofar, [, og táknið >. Þessi tákn sýna í hvaða flokk á að setja ákveðna tölu en

það fer eftir gildi hennar.

[ merkir „frá og með eftirfarandi tölu“

> merkir „allt að tölunni en hún er sjálf ekki meðtalin“

Við getum búið til stuðlarit til að kynna flokkaskipt gögn. Þar sem búið er að raða

gögnunum í ákveðna flokka mun stuðlaritið sýna aðaleinkenni gagnasafnsins. Þetta

á einkum við um flokka sem eru mjög breiðir. Ef ætlunin er að rannsaka gagnasafnið

nákvæmar er hentugt að velja minni flokkabreidd. Þar sem flokkarnir liggja hver

upp við annan gera stuðlarnir það líka.

Allir nemendur í einni bekkjardeild blása sogrörarakettu lárétt. Á gólfinu mæla

þeir vegalengdirnar sem raketturnar flugu. Þeir mæla í sentimetrum:

345, 456, 477, 245, 351, 568, 342, 152, 571, 428, 293, 521, 336, 385,

149, 347, 130, 269, 473, 128, 227, 389, 169, 263, 336, 359, 451, 421.

Sýndu niðurstöðurnar í viðeigandi myndriti.

Tillögur að lausn

1

Við röðum gögnum í flokka í breiddinni 100 cm. Öllum lengdunum

frá og með 200 cm og upp að 300 cm er safnað í flokkinn

[200−300>.

Öllum lengdunum frá og með 300 cm og upp að 400 cm er safnað

í flokkinn [300−400>, o.s.frv.

Breidd flokka í cm Tíðni

[0−100>

0

[100−200>

5

[200−300>

5

[300−400>

9

[400−500>

6

[500−600>

3

Þú færð

upplýsingar

um sogrörarakettu

hjá kennaranum.