Background Image
Previous Page  31 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 31 / 140 Next Page
Page Background

Kafli 4 • Tölfræði

29

Gagnasöfn

Á Íslandi er sérstök stofnun, Hagstofa Íslands, sem fylgist með samfélagsþróuninni

og safnar saman ýmsum tölulegum gögnum. Þeim er safnað í stór gagnasöfn.

Til eru margs konar gagnasöfn með miklu magni tölulegra upplýsinga.

4.34

Giskaðu, kannaðu og kynntu.

a

Giskaðu á hve margir bera sama fornafn og þú.

b

Notaðu töluleg gögn Hagstofunnar um nöfn og athugaðu hvort

ágiskun þín í a-lið er rétt. Skrifaðu niður hvaða ár flest ungbörn

fengu sama nafn og þú.

c

Notaðu töluleg gögn Hagstofunnar og finndu topp-tíu-lista yfir karlmanns-

og kvenmannsnöfn árið sem þú fæddist. Settu listann fram í myndriti.

d

Notaðu töluleg gögn Hagstofunnar og finndu hve margir eiga sama

afmælisdag og þú.

e

Notaðu tölfræðigögn Hagtofunnar og finndu hve margir fæddust sama

dag og þú.

4.35

Giskaðu, kannaðu og kynntu.

a

Giskaðu á í hve margar mínútur stelpur og strákar á Íslandi

horfa á sjónvarpið á einum degi.

b

Gerðu könnun meðal bekkjarfélaga þinna um hve lengi

þeir horfa á sjónvarpið á venjulegum degi, raðaðu

upplýsingunum í flokka og búðu til tíðnitöflu. Berðu

niðurstöðurnar saman við ágiskun þína í a-lið.

c

Spyrðu u.þ.b. 10 fullorðna sömu spurningar.

Safnaðu saman slíkum upplýsingum frá

öðrum bekkjarfélögum og gerðu flokkaskipta

tíðnitöflu.

d

Er munur á sjónvarpsáhorfi bekkjarfélaga þinna

og fullorðinna? Hver er munurinn?

4.36

Giskaðu, kannaðu og kynntu.

a

Í hvaða 10 löndum í heiminum heldur þú að séu

flestir íbúar á km

2

?

b

Notaðu gagnasafn Félags Sameinuðu þjóðanna á

Íslandi, Globalis.is, og finndu hvaða tíu lönd í heiminum

hafa flesta íbúa á km

2

.

c

Settu upplýsingarnar fram í myndriti.

Gagnasafn

hefur

að geyma mikið

magn upplýsinga.