Background Image
Previous Page  30 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 30 / 140 Next Page
Page Background

Skali 1B

28

4.33

Hér má sjá fjölda marka sem handboltaliðið Boltahetjurnar skoraði

í 20 leikjum á einu leikjatímabili.

24, 15, 24, 21, 19, 12, 14, 21, 27, 24, 24, 18, 26, 20, 23, 21, 21, 27, 18, 24

a

Raðaðu gögnunum í flokka með breiddinni 5 og finndu tíðnina í hverjum

flokki. Skrifaðu niðurstöðurnar í töflu.

b

Búðu til stuðlarit út frá gögnunum í a-lið.

c

Flokkaðu gögnin að nýju, að þessu sinni á breiddin á flokkunum að

vera 3. Finndu tíðnina í hverjum flokki og búðu til stuðlarit.

d

Hvort stuðlaritið finnst þér að gefi betra yfirlit yfir gögnin?

Ýmis verkefni

Fjarlægð milli heimilis og skóla

Þetta verkefni er fyrir alla bekkjardeildina.

Þið þurfið

• stafrænt landakort

• töflureikni

Aðferð

1

Notaðu stafrænt landakort, finndu skólann og húsið sem þú býrð í.

2

Notaðu reglustikuna á stafræna landakortinu og mældu vegalengdina milli

heimilis og skóla eftir leiðinni sem þú gengur í skólann eða sem þér er ekið eftir.

Ekki mæla loftlínuna!

3

Notaðu töflureikni og gerðu yfirlit yfir hve langt allir í bekkjardeildinni þurfa að

fara milli heimilis og skóla.

4

Taktu ákvörðun um breidd á flokkunum og búðu til tíðnitöflu yfir vegalengdirnar.

5

Búðu til stuðlarit yfir vegalengdirnar. Mundu að stuðlar, sem sýna flokkaskipt

gögn, eiga að standa hver upp við annan!

Fjöldi marka Tíðni

[10

15>

[15

20>

[20

25>

[25

30>