Background Image
Previous Page  18 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 18 / 140 Next Page
Page Background

Skali 1B

16

4.15

Allir nemendur við tvo skóla, A og B, halda skrá yfir hve mörg smáskilaboð

þeir senda á einum degi.

Fjöldi smáskilaboða

0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

Tíðni í skóla A

8 12 54 89 67 45 27 16 9 3 1

Tíðni í skóla B

4 16 37 47 32 18 9 5 6 2 0

a

Notaðu töflureikni og finndu hlutfallstíðni fyrir fjölda smáskilaboða í

hvorum skóla fyrir sig.

b

Notaðu niðurstöðurnar í a-lið til að leggja mat á í hvorum skólanum

nemendur senda fleiri smáskilaboð.

4.16

Tvær bekkjardeildir, A og B, taka þátt í

spurningakeppni. Allir nemendur svara

fjórum spurningum. Bekkjardeild A tekur

þátt með 20 nemendum og bekkjardeild B

með 28 nemendum. Gefið er 1 stig fyrir

hvert rétt svar frá hverjum nemanda.

a

Notaðu töflureikni og finndu út hve

mörg stig hver bekkjardeild hefur.

b

Sú bekkjardeild vinnur sem er með flest stig. Hinni bekkjardeildinni

finnst það óréttlátt. Hvers vegna finnst þeim það? Hvað finnst þér?

c

Notaðu töflureikni og reiknaðu út hlutfallstíðni hverrar spurningar í

hvorri bekkjardeild.

d

Hvor bekkjardeildin vinnur keppnina? Rökstyddu svarið.

e

Notaðu töflureikni og reiknaðu út hlutfallstíðni hverrar spurningar

og hlutfallstíðni heildarstigafjöldans í báðum bekkjum.

Hvaða bekkjardeild vinnur? Rökstyddu svarið.

f

Hvor bekkjardeildin hefði unnið ef keppnin hefði bara innihaldið

spurningu 1? Rökstyddu svarið.

4.17

Taflan sýnir hve margir nemendur

taka skólabílinn til þriggja skóla.

a

Reiknaðu hlutfallstíðni

nemenda sem taka skólabílinn

til hvers skóla fyrir sig.

b

Við hvaða skóla tekur stærsti

hluti nemenda skólabílinn?

Spurning Stig í A Stig í B

1

10

15

2

14

18

3

7

10

4

16

21

Skóli

Fjöldi

nemenda

Fjöldi

nemenda

sem tekur

skólabíl

Sóleyjarskóli

320

110

Fjóluskóli

260

76

Fífilsskóli

575

260