Background Image
Previous Page  15 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 15 / 140 Next Page
Page Background

Kafli 4 • Tölfræði

13

4.10

Skíðaskytta A hefur í fyrri keppnum hitt í mark í 30 af 50 skotum en

skíðaskytta B hitti í mark í 26 af 32 skotum. Hvor þeirra á meiri möguleika á

að hitta í mark í næsta skoti?

Hver eða hverjir af nemendunum hafa rétt fyrir sér? Ræddu um þetta við

bekkjarfélaga þinn.

4.11

Í fyrirtækinu „Saumastofunni“ vinna 8 konur og 12 karlar.

Í fyrirtækinu „Smíðastofunni“ vinna 7 konur og 8 karlar.

a

Búðu til tíðnitöflur sem sýna tíðni og hlutfallstíðni kvenna

og karla í hvoru fyrirtæki.

b

Í hvoru fyrirtækinu er hlutfallstíðni kvenna hærri?

c

Leggðu saman hlutfallstíðnina í „Saumastofunni“.

d

Hver heldurðu að summa hlutfallstíðninnar í „Smíðastofunni“ sé?

Athugaðu hvort tilgáta þín er rétt.

4.12

Úlfar og Kristín ganga hvort í sinn skóla.

Bæði kanna í sínum skóla hvaða

tómstundir eru vinsælastar meðal

nemenda í 8. bekk. Allir nemendur í

8. bekk í báðum skólunum taka þátt í

könnuninni.

a

Hve margir nemendur eru í 8. bekk í

hvorum skóla?

b

Bættu einum dálki við hvora tíðnitöflu

fyrir hlutfallstíðnina og skráðu hana.

c

Hver heldur þú að summa

hlutfallstíðninnar sé?

d

Í hvorum skóla er fótbolti vinsælli?

e

Þú hittir nemanda úr 8. bekk í Úlfars skóla.

Hverjar eru líkurnar á að hann sé þátttakandi í dansi?

Skóli Úlfars

Tómstundir

Tíðni

fótbolti

8

skátastarf

4

fimleikar

3

handbolti

2

dans

5

frjálsar íþróttir

0

söng- og leiklist

1

hestamennska

3

Skóli Kristínar

Tómstundir

Tíðni

fótbolti

15

skátastarf

5

fimleikar

8

handbolti

6

dans

0

frjálsar íþróttir

12

söng- og leiklist

4

hestamennska

0

Það er

skíðaskytta A.

Hún hitti

oftast.

Það er

skíðaskytta B.

Hún hefur bara

misst marks

6 sinnum.

Þær hafa jafn

mikla möguleika.

Annaðhvort

hitta þær eða

þær missa marks.

Möguleikarnir

eru 50

50.

0

0

Fjöldi

Prósent

?

20

8

100

0

0

Fjöldi

Prósent

?

15

7

100

Hildur

Björn

Atli