Background Image
Previous Page  131 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 131 / 140 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Algebra og jöfnur

129

Þjálfaðu hugann

5.104

Summa fimm náttúrlegra talna, sem koma hver á eftir annarri í talnaröðinni,

er 40. Hvaða tölur eru þetta? Hugsaðu rökrétt og prófaðu þig áfram.

5.105

Fimm náttúrlegar tveggja stafa tölur koma hver á eftir annarri í talnaröðinni.

Þversumma

allra talnanna er samtals 30.

Hverjar eru tölurnar? Hugsaðu rökrétt og prófaðu þig áfram.

5.106

Fimm náttúrlegar tveggja stafa tölur koma hver á eftir annarri í talnaröðinni.

Þversumma allra talnanna samtals er 42. Kallaðu minnstu töluna

ab

þar sem

a táknar tölustafinn í tugasætinu og b tölustafinn í einingasætinu.

Búðu til bókstafastæðu fyrir hinar tölurnar og skráðu stæðu fyrir

þversummuna. Sýndu að þú þarft að fara yfir tug.

Finndu tölurnar með útreikningi.

5.107

Veldu fjórar tölur úr 2 · 2 reitum í töflunni til hægri, til dæmis

7, 8, 12 og 13. Margfaldaðu tölurnar saman, þannig:

8 · 12 = 96

7 · 13 = 91

Finndu mismun svaranna, þannig:

96 − 91 = 5

a

Prófaðu með ýmsum tölum í 2 · 2 reitum á sama hátt

og sýnt er hér á undan.

Hvað kemur í ljós?

b

Útskýrðu mynstrið sem þú fannst í a-lið. Notaðu bókstafareikning til að

útskýra mynstrið. Kallaðu minnstu töluna í 2 · 2 reitamynstrinu

x

.

Settu upp algebrustæðu fyrir hinar þrjár tölurnar. Gerðu útreikningana

í a-lið með bókstöfum.

1 2 3 4 5

6 7 8

9 10

11 12

13

14 15

16 17 18 19 20

21 22 23 24 25

Þversumma

er

summa tölustafa

í tölu. Þversumma

tölunnar 58 er

5 + 8 = 13.

Þversummur

talnanna 58, 59 og

60 eru samtals

5 + 8 + 5 + 9 + 6 + 0

= 33.