Background Image
Previous Page  130 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 130 / 140 Next Page
Page Background

Skali 1B

128

5.101

Finndu þína eigin aðferð til að leysa verkefnin hér á eftir.

Segðu bekkjarfélaga þínum hvernig þú leystir þau.

a

Kristín selur miða á tombólu á laugardegi og sunnudegi. Einn miði kostar

150 kr. Kristín selur fyrir samtals 3450 kr. um helgina. Á sunnudeginum

selur hún miða fyrir samtals 2100 kr.

Hve marga miða selur Kristín á laugardeginum?

b

Marteinn og Viðar opna hvor sinn sparireikning. Marteinn setur

kr. 50 000 inn á reikninginn. Því næst leggur hann 10 000 kr. inn

mánaðarlega. Viðar setur 25 000 kr. inn á reikninginn í upphafi og

leggur síðan 15 000 kr. inn mánaðarlega.

Eftir hve langan tíma eiga Marteinn og Viðar jafn mikið á reikningunum?

Ekki reikna vexti með.

c

Amanda er 12 ára. Faðir Amöndu er 41 árs.

Eftir hve mörg ár er aldur föðurins nákvæmlega tvöfaldur aldur

Amöndu?

5.102

Pétur á tvö börn, Kristin og Má. Eftir þrjú er aldur Kristins jafn tvöföldum

aldri Más. Már er fjórum árum yngri en Kristinn.

a

Hve gamall er Kristinn nú?

b

Eftir þrjú ár er aldur Más og Kristins samtals

​ 

3

__ 

8

​af aldri Péturs.

Hve gamall er Pétur?

5.103

Skrifaðu hvert verkefni sem jöfnu og leystu hana.

a

María, Júlía og Ágústa skipta 6300 kr. milli sín. María fær þrefalda

upphæðina sem Júlía fær. Júlía fær tvöfalda upphæðina sem Ágústa fær.

Hve mikið fær Ágústa?

b

Nokkrar vinkonur fara á kaffihús. Allar kaupa kaffibolla á 300 kr. og

kökustykki á 500 kr. Þær borga samtals 4800 kr.

Hve margar voru vinkonurnar?

c

Pétur kaupir popp fyrir 250 kr. og fjórar gosflöskur. Páll kaupir popp

fyrir 550 kr. og tvær gosflöskur. Strákarnir tveir borga jafn mikið.

Hvað kostar ein gosfloska?

d

Í Algebruskóla eru 168 nemendur í 1.−4. bekk. Af þessum nemendum er

sá fjöldi, sem sækir frístundaheimili, þrefaldur sá fjöldi sem sækir ekki

slík heimili.

Hve margir nemendur sækja frístundaheimili?