Background Image
Previous Page  136 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 136 / 140 Next Page
Page Background

Skali 1B

134

R

rakningarformúla

formúlan sem gefur myndtöluna út frá fyrri myndtölu í mynstri

reikniaðgerð

segir til um hvernig reiknað er. Reikniaðgerðirnar fjórar eru samlagning, frádráttur, margföldun

og deiling.

rétt horn

horn sem er 90°

rétthyrndur þríhyrningur þríhyrningur þar sem eitt hornið er 90°

rétthyrningur

samsíðungur þar sem öll hornin eru 90°

rúmfræði

þekkingin á myndum og tengslum í sléttu og rými

rúmfræðiforrit

forrit fyrir tölvu sem gerir mögulegt að teikna rúmfræðilegar myndir sem má breyta, stækka eða

minnka beint á skjánum

rúmfræðilegar myndir

myndir í tveimur eða þremur víddum, t.d. þríhyrningur eða píramídi

rúmfræðiteikning

línur og hringbogar teiknuð með hringfara og reglustiku

S

sameiginlegur þáttur

sameiginlegur þáttur tveggja talna er tala sem gengur upp í báðum tölunum

samhverfa

mynstur sem kemur fram við speglun og snúning

samlagning

það að leggja saman

samnefnari

tala sem allir nefnararnir ganga upp í. Auðveldast er að nota minnsta sameiginlega margfeldið

sem samnefnara.

samsettar tölur

tölur sem hægt er að skrifa sem margfeldi að minnsta kosti tveggja talna sem hvorki eru 1 né

talan sjálf

samsíða

tvær línur eða strik sem skerast aldrei, hversu langt sem þau eru framlengd. Fjarlægðin milli

tveggja samsíða lína er alls staðar eins.

samsíðungur

ferhyrningur þar sem tvær og tvær hliðar eru samsíða

skipta tölu upp eftir

sætum

að skipta tölu í einingar, tugi, hundruð o.s.frv. og skrifa töluna sem summu þessara talna, t.d.:

234 = 200 + 30 + 4

skífurit

yfirlit yfir hlutfallstíðni gagnasafns. Þetta myndrit er hringur sem skipt er í hringgeira. Stundum

er þetta kallað kökurit.

skurðpunktur

þar sem tvær eða fleiri línur eða strik mætast

sléttar tölur

náttúrlegar tölur sem eru deilanlegar með 2; þetta eru tölur sem enda á 0, 2, 4, 6 eða 8

slumpreikningur

reikningur með námunduðum tölum

snúningshorn

hornið sem mynd er snúið um. Það kallast jákvætt horn ef snúningurinn er á móti klukkunni og

neikvætt horn ef snúningurinn er með klukkunni.

snúningsmiðja

punktur sem er kyrr þegar mynd er snúið um þennan punkt sem miðpunkt

snúningssamhverfa

tvær myndir eru snúningssamhverfar ef snúningur annarrar myndarinnar leiðir til þess að hún

þekur hina myndina alveg

snúningur

hreyfing þar sem allir fastir punktar í mynd verða áfram í sömu fjarlægð frá snúningsmiðju. Við

slíkan flutning breytist hvorki form myndar né stærð.

spegilás

lína sem mynd er samhverf um. Fjarlægðin frá punkti A til spegilássins er jafn mikil og

fjarlægðin frá hinum speglaða punkti A´ til spegilássins.

spegilsamhverfa

það að hlutur eða mynd falli í sjálfa sig ef hún er spegluð um spegilás

spönn

sýnir eina tegund dreifingar í tölfræði og er mismunurinn milli hæsta og lægsta gildis í

gagnasafni

strik

bútur af línu milli tveggja punkta

stuðlarit

súlurnar í stuðlariti eru breiðari en í súluriti og ekkert bil er á milli þeirra. Stuðlarit sýnir flokka

í gagnasafni og er því notað þar sem gögn eru fengin úr samfelldu safni.

stytta brot

að deila með sömu tölu í teljara og nefnara

summa

svarið í samlagningardæmi: liður + liður = summa

súlurit

samanstendur af súlum sem eru allar jafn breiðar. Lengdir súlnanna sýna tíðni.

svarendur

þeir sem taka þátt í spurningakönnun