Background Image
Previous Page  134 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 134 / 140 Next Page
Page Background

Skali 1B

132

formúla

stæða með tölum og táknum sem lýsir stærðfræðilegum tengslum

formúlulína

(í töflureikni)

lína fyrir ofan sjálfan töflureikninn þar sem hægt er að breyta og skrifa formúlur

frádráttur

það að draga frá

frumtala

tala sem hefur aðeins tvo þætti, töluna 1 og töluna sjálfa

frumþátta

að skrifa tölu sem margfeldi frumtalna

G

gagnabanki

kerfi þar sem hægt er að vista og flokka viðamiklar upplýsingar

gagnasvæði

hólf í töflureikni sem innihalda gögn. Það er skráð sem: hólfið efst til vinstri: hólfið neðst til

hægri, t.d. B1:C45.

geisli

strik sem tengir saman miðju hrings og punkt á hringferli; lengd slíks striks

gleiðhyrndur þríhyrn-

ingur

eitt hornið í slíkum þríhyrningi er alltaf stærra en 90°

gleitt horn

horn sem er stærra en 90°

grannhorn

horn sem eru samtals 180° og hafa annan arminn sameiginlegan

gráður

horn eru mæld í gráðum. Við notum lítinn hring, °, til að tákna gráður horns. Snúningur um

heilan hring er 360°.

grunnflötur

botninn á þrívíðri mynd

gögn

safn talna eða annarra upplýsinga

H

hálflína

er sá hluti línu sem liggur öðrum megin við tiltekinn endapunkt ásamt punktinum sjálfum

heiltöluhluti

sá hluti tugabrots sem er vinstra megin við kommuna. Heila talan í blandinni tölu er einnig

heiltöluhluti hennar, t.d. er 2 heiltöluhluti brotsins 2

1

2

.

helminga

að skipta í tvo jafn stóra hluta

hjálparteikning

skissa þar sem mál hafa verið skrifuð og sýnir hvernig teikna má rúmfræðilega mynd

hliðrun

að flytja alla punkta myndar jafn langt og í sömu átt

hlutfallstíðni

fjöldi athugana á sérstökum atburði deilt með heildarfjölda athugananna

hnit

segja til um hvar punktur er staðsettur í hnitakerfinu

hnitakerfi (rétthyrnt)

samanstendur af tveimur talnalínum sem eru hornréttar hvor á aðra og skerast í punktinum (0, 0)

horn

tvær hálflínur sem byrja í sama punkti mynda horn

hornalína

strik milli tveggja horna í marghyrningi; hornin eru ekki hlið við hlið

hornasumma

summa allra horna í marghyrningi. Hornasumma þríhyrnings er alltaf 180°.

hólf í töflureikni

er hólf þar sem dálkur og röð mætast. Hólfið þar sem dálkurinn B og röð nr. 2 mætast hefur

tilvísunina B2.

hringbogi

hluti af hringferli

hringfari

tæki til að mæla horn, stundum kallað sirkill

hringgeiri

hluti úr hringfleti sem afmarkast af tveimur geislum út frá miðju hringsins og boga sem tengir

saman enda geislanna. Hann getur táknað hlutfallstíðni sem hluta eða prósentu af flatarmáli

hrings.

hringur

allir punktar sem eru í ákveðinni fjarlægð frá punkti sem kallast miðja hringsins. Hringurinn

afmarkar hringflöt.

hvasshyrndur þríhyrn-

ingur

öll horn hvasshyrnds þríhyrnings eru minni en 90°

hvasst horn

horn sem er minna en 90°

J

jafna

samanstendur af tveimur algebrustæðum sem standa hvor sínum megin við jöfnumerki.

Jöfnumerkið táknar að stæðurnar eru jafngildar. Það er venja að nota bókstafinn x til að tákna

óþekktu stærðina í jöfnu ef aðeins er um eina óþekkta stærð að ræða.

jafnarma þríhyrningur

þríhyrningur þar sem tvær hliðanna eru jafn langar. Þá eru einnig tvö horn þríhyrningsins jafn

stór.