Tónlist og tíminn

og tíminn

TÓNLIST og tíminn ISBN 978-9979-0-2808-6 © 2022 Ólafur Schram og Skúli Gestsson © myndhöfundur Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson © mynd af taktmæli bls. 11, hljóðfæri bls. 14 og 19, nótur bls. 21 Shutterstock © mynd af langspili bls. 19 Byggðasafnið í Görðum á Akranesi Ritstjóri: Elín Lilja Jónasdóttir Málfarslestur og ráðgjöf: Ingólfur Steinsson Faglestur: Linda Margrét Sigfúsdóttir Nótnaskrift og yfirlestur nótna: Vilhjálmur Guðjónsson 1. útgáfa 2022 Menntamálastofnun Kópavogi Leturgerð í meginmáli: Avenir Roman Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda.

Ólafur Schram og Skúli Gestsson Myndir teiknaði Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson Námsefni fyrir yngsta stig grunnskóla – NEMENDABÓK Verkefni til útprentunar eru í kennsluleiðbeiningum og tíminn

2 Efnisyfirlit Fortíðin ����������������������������������������������������������������������������������� 3 Þannig týnist tíminn ���������������������������������������������������������������������4 Ísland í gamla daga ��������������������������������������������������������������� 6 Í Hlíðarendakoti ����������������������������������������������������������������������������6 Rímur ��������������������������������������������������������������������������������������������7 Uppi´ í háa hamrinum �������������������������������������������������������������������7 Haust �������������������������������������������������������������������������������������� 8 Sumri hallar ����������������������������������������������������������������������������������8 Haustlauf trjánna falla ������������������������������������������������������������������9 Ættartré nótnanna ��������������������������������������������������������������� 10 Tími ��������������������������������������������������������������������������������������� 11 Breytilegur hraði ������������������������������������������������������������������������12 Vertu til er vorið kallar á þig ������������������������������������������������������12 Stóra klukkan �����������������������������������������������������������������������������13 Hvernig myndast hljóð? ������������������������������������������������������ 14 Forspil og niðurlag �������������������������������������������������������������� 15 Kum bachur atzel ����������������������������������������������������������������������15 Tunglið ���������������������������������������������������������������������������������� 16 Matarprjónar ������������������������������������������������������������������������������16 Munstrið mitt ������������������������������������������������������������������������������17 Vetur ������������������������������������������������������������������������������������� 18 Ichi-gatsu tsuitachi ���������������������������������������������������������������������18 Sol Nal ���������������������������������������������������������������������������������������18 Laaangir tónar ���������������������������������������������������������������������� 19 Vor ����������������������������������������������������������������������������������������� 20 Vorvísa ����������������������������������������������������������������������������������������20 Hlustum á vorið ��������������������������������������������������������������������������21 Sólin �������������������������������������������������������������������������������������� 22 Morgunsöngur ����������������������������������������������������������������������������22 Kvölda tekur sest er sól ��������������������������������������������������������������22 Framtíðin ������������������������������������������������������������������������������ 23 Tóti tölvukall ������������������������������������������������������������������������������23 Hring eftir hring ������������������������������������������������������������������� 24

3 Fortíðin Tónlist hefur lengi fylgt mannkyninu. Enginn veit hvenær fyrsta tónlistin varð til en líklega hafa forfeður okkar notað líkamann sem hljóðfæri áður en þeir fóru að búa þau til úr trjám, steinum, beinum og öðru sem þeir fundu í umhverfinu. Elstu hljóðfæri sem hafa fundist eru rúmlega 40 þúsund ára gamlar flautur úr bjarnarbeini. • Hlustið á tóndæmi þar sem leikið er á beinaflautu sem gerð er eftir elsta hljóðfæri í heimi. • Hvað dettur ykkur í hug úti í náttúrunni eða í umhverfi ykkar sem væri hægt að búa til hljóðfæri úr? 35 þúsund ára gömul beinaflauta 3

4 Lagið Þannig týnist tíminn fjallar um minningar og eftirsjá. Það er erfitt að muna allt sem maður heyrir og upplifir. Tónlist sem maður heyrir getur verið sérstaklega erfitt að muna. Gætuð þið sungið lag sem þið hafið aðeins heyrt einu sinni eða tvisvar? Þannig týnist tíminn 4–5

5 Líkt og ástarljóð sem enginn fékk að njóta, eins og gulnað blað sem geymir óræð orð, eins og gömul hefð sem búið er að brjóta, þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem ástin okkur gaf. Þannig týnist tíminn, þannig týnist tíminn, þannig týnist tíminn þó hann birtist við og við. Líkt og sumarást sem aldrei náði að blómstra, líkt og tregatár sem geymir falleg bros, þarna er gömul mynd sem sýnir glaðar stundir, þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem ástin okkur gaf. Þannig týnist tíminn … Líkt og mynd sem bjó í vonarlandi þínu, eins og æskuþrá sem lifnar við og við, býr þar sektarkennd sem að enn þá nær að særa, þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem ástin okkur gaf. Þannig týnist tíminn … Líkt og ástarljóð sem enginn fær að njóta endar sem gulnað blað er geymir óræð orð, eins og gamalt heit sem búið er að brjóta, þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem ástin okkur gaf. Bjartmar Guðlaugsson

6 Ísland í gamla daga Þegar búið var í torfbæjum á Íslandi var fólk oft saman í baðstofunni að vinna ýmsa handavinnu. Þá voru gjarnan sagðar sögur, rímur kveðnar eða lög sungin. Í Hlíðarendakoti Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman, þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman. Úti´ um stéttar urðu þar einatt skrýtnar sögur þegar saman safnast var sumarkvöldin fögur. Eins við brugðum okkur þá oft á milli bæja til að kankast eitthvað á eða til að hlæja. Margt eitt kvöld og margan dag máttum við í næði æfa saman eitthvert lag eða syngja kvæði. Bænum mínum heima hjá Hlíðar brekkum undir er svo margt að minnast á, margar glaðar stundir. Því vill hvarfla hugurinn, heillavinir góðir, heim í gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir. Þorsteinn Erlingsson 6–7

Rímur Þegar fólk kveður rímur fer það með þulu eða vísu. Rímnasöngur er mitt á milli þess að tala og syngja. Margar rímur segja sögu. Sumar rímur voru svo langar að það tók mörg kvöld að fara með þær fyrir heimilisfólkið. Hlustið á tóndæmi þar sem rímur eru kveðnar. Uppi´ í háa hamrinum Uppi´ í háa hamrinum býr huldukona; það veit enginn Íslendingur annar en ég, hve vel hún syngur. Eitt sinn hvarf hann, ekkillinn frá Álfahamri; það var ekki allt með felldu, eftir því sem sumir héldu. Leitað var hans út með á og upp við hamra, en allir höfðu öðru að sinna, og ekkilinn var hvergi að finna. Löngu seinna sauðamaður sagðist hafa heyrt hann glöggt á hljóðri vöku í hamrinum kveða þessa stöku. Uppi´ í háa hamrinum býr huldukona; það veit enginn Íslendingur annar en ég, hve vel hún syngur. Davíð Stefánsson 7 8–9

8 Haust Íslenska þjóðlagið Sumri hallar hausta fer fjallar um þær breytingar sem verða í náttúrunni og í lífi fólks á haustin. Í textanum eru nokkur óvenjuleg orð sem sjaldan eru notuð í dag. • Skoðið og ræðið öll orðin sem þið skiljið ekki. • Hvað er átt við með því að fjöllin hafi hvítar húfur? Girnast allar elfur skjól undir mjallar þaki, þorir varla´ að sýna sól sig að fjallabaki. Verður svalt því veðri´ er breytt, vina eins og geðið; þar sem allt var áður heitt er nú kalt og freðið. • Breytið textanum og prófið að syngja lagið með ykkar eigin texta. Sumr - i hall Em ar, - haust C - a fer, heyr - i snjall Am - ir ýt B7 ar, - Em haf - a fjall G - a hnjúk C - arn C/B - 5 ir Am7 - húf ur - mjall B a - hvít Em - ar. - 9 42 & # Sumri hallar Íslenskt þjóðlag Þjóðvísur & # & # Girnast allar elfur skjól undir mjallar þaki, þorir varla´ að sýna sól sig að fjallabaki. Verður svalt því veðri´ er breytt, vina eins og geðið; þar sem allt var áður heitt er nú kalt og freðið. œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ Œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ ýtar: fólk, menn hnjúkur: fjallstindur girnast: langa mjög mikið í e-ð elfur: fljót mjöll: snjór freðið: frosið Sumri hallar 10–11

9 • Prófið að spila lagið á stafspil. • Skráið tónlist með því að nota laufblöð. 1. Safnið haustlaufum í nokkrum litum eða búið til ykkar eigin. 2. Ákveðið hvaða litur á að tákna hvert hljóðfæri í ykkar verki (t.d. brún laufblöð = skrapa). 3. Ákveðið hvað það merkir ef t.d. eitt gult laufblað er ofar á blaðinu en annað. 4. Æfið verkið og spilið fyrir bekkjar- félaga ykkar eða takið það upp. • Finnið heiti nótna í laginu Haustlauf trjánna falla. • Hversu hratt á að spila verkið? • Hversu löng eiga hljóð og tónar hljóðfæranna að vera? • Er hægt að spila það afturábak? • Á að endurtaka verkið? 12–13 Haustlauf trjánna falla

10 Ættartré nótnanna Með því að skoða ættartré manneskju sést hverjir forfeður og formæður hennar eru. Hægt er að skoða lengdargildi nótna eins og ættartré. Þá er lengsta nótan barn sem á tvo foreldra. Foreldrarnir eiga sína foreldra og svo koll af kolli. Neðst á ættartrénu er heilnóta sem er lengsta nótan. Við hverja kynslóð ofar í trénu verða nóturnar helmingi styttri. Skoðið hvernig mismunandi samsetningar úr trénu hljóma. • Amma – pabbi – barn • Mamma – afi – langafi • Búið til ykkar eigin samsetningar af nótum og spilið á mismunandi hljóðfæri. sextándaparts nóta áttundaparts nóta fjórðaparts nóta hálfnóta heilnóta

11 Tími Tími er mældur með ýmsum hætti. Í spretthlaupi er hann mældur í sekúndum og sekúndubrotum. Við mælum aldur okkar í árum en fjarlægð sólkerfa í ljósárum. Hjartsláttur okkar er líka mældur með tíma. Þá er talið hve oft hjartað slær á einni mínútu. Það kallast púls. • Prófið að finna ykkar eigin púls. Tónlist hefur líka púls. Púls tónlistar er grunntaktur hennar. Oft er hægt að finna púls lags með því að klappa með takti þess. • Hlustið á lögin sem kennarinn spilar og reynið að finna út hraða hvers lags. Taktmælir 18–22

12 Breytilegur hraði Hraði laga þarf ekki alltaf að vera eins. Rússneska þjóðlagið Vertu til er vorið kallar á þig er eitt þeirra laga sem er gaman að byrja hægt en auka hraðann svo smátt og smátt. • Prófið að auka hraðann þegar þið syngið lagið. • Skoðið taktnóturnar hér fyrir neðan. Hvaða hljóðfæri haldið þið að hafi það hlutverk að spila púlsinn í laginu? • Spilið taktana með bekkjarsystkinum og syngið lagið um leið. tromma (miðja) (miðja) (kantur) (kantur) hrista þríhorn skrapa Vert - - - u til Á þig Rækt - a nýj - an skóg 1 og 2 og 3 og 4 Vertu til er vorið kallar á þig 24–25

13 • Prófið að syngja lagið sem keðjusöng í þremur hópum. Stóra klukkan 26–27

14 Hvernig myndast hljóð? Hljóð eru bylgjur sem ferðast um loftið án þess að við sjáum þær. Til þess að búa til hljóðbylgjur verðum við að hreyfa loftið með titringi. Það gerir til dæmis hátalari, með því að hreyfast fram og aftur. Af hverju hafa sum hljóðfæri djúpa tóna en önnur háa? Vegna þess að hljóðin frá þeim sveiflast mishratt, þau hafa mismunandi tíðnisvið. Tíðni hljóða ræður því hvernig tónarnir hljóma. Tíðnin er mæld í hertz eða sveiflum á einni sekúndu. • Hér eru hljóðfæri með mismunandi tíðnisvið. Hvert þeirra ætli hafi dýpstu tónana? En hæstu? Túba (37 Hz) Selló (65 Hz) Þverflauta (262 Hz) Strengjahljóðfæri eru ýmist strokin með boga eða slegin með fingrum. Þegar strengur sveiflast fram og aftur á miklum hraða hreyfir hann loftið í kringum sig.

Forspil og niðurlag Tónverk líkjast stundum sögu sem hefur byrjun, miðju og endi. Í upphafi tónverks er oft stuttur kafli áður en laglína verksins hefst. Sá kafli er oftast kallaður forspil. Þegar verki er að ljúka, laglínu lokið eða textinn búinn, kemur stundum kafli sem endar lagið. Sá kafli er kallaður niðurlag. Morgunsöngurinn Kum bachur atzel er frá Ísrael. • Heyrið þið forspil? En niðurlag? Kum bachur atzel (hebreska: לֵצָע רוּחָּב םוּק) :.:Kum bachur atzel vetze la’avodah:.: (Á fætur, lata barn! Skólinn byrjar senn) :.:Kum kum vetze la’avodah:.: (Vaknið nú, gerum okkur klár) :.:Kukuriku kukuriku tarnegol kara:.: (“Kukuriku kukuriku” haninn galar svo) 15 34–35

16 Tunglið Hafið þið farið í fjöruferð? Þá hafið þið kannski tekið eftir því að sjórinn er ekki alltaf á sama stað. Stundum er fjaran stór og breið en hún getur líka næstum horfið. Þessar sjávarbreytingar gerast tvisvar á dag og kallast flóð og fjara. Hvers vegna verður flóð og fjara? Tunglið snýst umhverfis jörðina og bæði jörðin og tunglið hafa aðdráttarafl og toga hvort í annað. Tunglið togar ekki bara í fast land heldur líka í hafið og því er flóð þar sem tunglið er næst jörðu. Munstur mánans Flóð og fjara eru nokkurs konar munstur eða taktur náttúrunnar því þau skiptast á með ákveðnu millibili. Vitið þið um fleira í náttúrunni sem hefur takt eða munstur? Öll tónlist hefur líka einhvern takt og sumir sjá og heyra munstur í henni. • Hlustið á tóndæmin og skoðið nóturnar hér fyrir neðan. Getið þið fundið eitthvert munstur? Matarprjónar 37

17 Munstrið mitt Í Tunglskinssónötunni eftir Beethoven er greinilegt munstur í tónum píanósins. Skoðið myndina hér fyrir neðan á meðan þið hlustið á byrjun verksins. Hér sést hvernig tunglið breytist fyrir augum okkar á leið sinni umhverfis jörðina. Það stækkar og minnkar eftir því hversu stóran part af bjartari hluta þess við sjáum. Þessar breytingar á útliti tunglsins kallast kvartila-skipti. • Hvernig gætuð þið túlkað vaxandi og minnkandi tungl þegar þið spilið á hljóðfæri? • Hvaða önnur munstur dettur ykkur í hug þegar þið hugsið um tunglið? • Teiknið ykkar eigið munstur og athugið svo hvort þið getið breytt munstrinu í tóna með því að leika það á stafspil eða annað hljóðfæri. Kvartila-skipti 38

18 Vetur Víða um heim er nýju ári fagnað þann fyrsta janúar. • Hlustið á japanska nýárslagið Ichi-gatsu tsuitachi sem þýðir fyrsti janúar. Lagið Sol Nal er frá Suður-Kóreu og fjallar um það hvernig fólk heldur prúðbúið upp á nýárið. Sol Nal Gachi, gachi sol nal-un, oh-joh-ge ko yoh, Oori, Oori sol nal-un, oh-nul eeh-eh yoh. Kop-ko-go-un deng-gi do, neh-ga deul ih-ko, Seh-loh sah-won shim-bal do, neh-ga shin-oh-yoh. Sol nal, sol nal, sol nal-un cho-ah-yoh (Þýðing: Nýtt ár, nýtt ár, gleðilegt nýtt ár) To C shi - no ha ji - - me no Ta G7 - me shi - to te C - O C - wa - ri na ki - yo no Me G7 - de - ta - sa o C 5 Mat F - su - ta - ke ta C - te te Ka G7 - do go - to ni C 9 I C wo - kyo ko - so Ta G7 - no shi - - ke re. C - 13 42 & Ichi-gatsu tsuitachi Ue Sanemichi Senge Takatomi & & & œ œ œ œ™ œ œ œ œ œ œ™ œ ˙ œ œ œ œ™ œ œ œ œ œ œ™ œ ˙ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ™ œ ˙ œ œ œ œ™ œ œ œ œ œ œ™ œ ˙ Ichi-gatsu tsuitachi 39 40

19 Laaangir tónar Didjerídú er blásturshljóðfæri frá Ástralíu og er notað af frumbyggjum sem búa í norðurhluta landsins. Hljóðfærið er talið vera um 1500 ára gamalt og er búið til úr eucalyptus trjám sem eru hol að innan. Þegar blásið er í annan endann á því hljómar aðeins einn tónn en færir blásarar geta myndað svokallaða yfirtóna. Sekkjapípur eru oft tengdar við Skotland og England, enda mikið spilað á þær þar. Sekkjapípur eru þó mun eldri og koma upphaflega frá Rómaveldi fyrir um það bil 2000 árum. Sekkjapípuleikarinn blæs í rör sem fyllir pokann (eða sekkinn) af lofti. Úr sekknum streymir loftið í gegnum nokkurs konar flautur sem gefa frá sér hljóð. Langspil er íslenskt hljóðfæri sem var vinsælt á 17. og 18. öld. Á langspili geta verið tveir til fjórir strengir. Hægt er að spila laglínu á einn strenginn en hinir gefa alltaf sama tóninn. Didjerídú Sekkjapípa Langspil 41 42 44

20 Vor Á vorin vaknar náttúran til lífsins. Lauf koma á trén, lömbin fæðast og farfuglarnir koma til Íslands, til dæmis lóan og tjaldurinn. Þekkið þið einhver lög um vorið? Tónlist skiptist oftast í kafla. Lagið Vorið er komið og grundirnar gróa er í þremur köflum. Fyrsta kaflann köllum við A, þann næsta B en á eftir honum er annar A-kafli. ™ ™ Vor syng G ið ur - - er í kom runn ið i, - - og og grund senn irn kem - ar ur - - gró ló a, a, - - gil svan A7 in ur - - og á læk tjarn irn ir - - ir og - foss þröst a ur - - af í brún. tún; D nú G7 tek - ur hýrn G¨7 - a um hólm F7 -a og sker, E7 hreiðr A7 -a sig blik-inn og æð-ur - in fer, D7 rit. 5 ™ ™ hæð lömb G irn in - - ar sér - bros un a a - - og um hlíð blómg arn að - - ar a - - dal bal a, a, - - hó börn A7 ar in - - þar sér smal leik i a - - og að A tempo 9 ™ ™ rek - ur á ból; D skelj um D7 - á hól. G 1. 2. 12 44 & # Vorvísa (Vorið er komið) Hallbjörg Bjarnadóttir Jón Thoroddsen & # 3 3 3 3 U & # & # œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ j œ™ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ Œ œ œ œ bœ œ œ œ œ œ ˙ œ œ œ œJ œ œ j œ œ œ œ œ Œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ j œ™ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ Œ œ œ œ œ œ Œ Takturinn í A kaflanum er sveiflu-taktur. • Reynið að klappa hann á meðan þið syngið lagið. • Finnið takt sem passar við B-kaflann og teiknið mynd af taktinum. Vorvísa 45–46

21 Hlustum á vorið Ítalska tónskáldið Antonio Vivaldi samdi tónverk um árstíðirnar fjórar. Í verkinu sem fjallar um vorið túlkar hann vorljóð eftir sjálfan sig með tónum. Ekkert er hins vegar sungið í verkinu. Verkið skiptist í nokkra kafla sem hver túlkar ákveðinn hluta ljóðsins. Aðalstef verksins er stef vorsins og heyrist oftar en hin stefin. Við köllum það stef A. Hér sést hvaða stef koma fyrir í verkinu: • Hlustið á tónverk Vivaldis og skráið í hvaða röð kaflarnir heyrast. Vorið er hér Fuglar fagna Lækir iða Þrumur þeytast A B C D 47

22 Sólin Við sólarupprás hefst nýr dagur. Við tökum því rólega þegar við vöknum, opnum augun og teygjum úr okkur. Smám saman hressumst við og göngum af stað út í daginn. Lagið Morgunsöngur er keðjusöngur. Fyrst syngjum við hægt og svo aukum við hraðann. Morgunsöngur Nú vakna allir vinir og vaskir syngja lag, úr rúmi við rísum og ræsum góðan dag. Skúli Gestsson Við sólsetur hverfur sólin niður fyrir sjóndeildarhring. Þá dimmir og tími til kominn að fara að hátta. Kvölda tekur sest er sól Kvölda tekur sest er sól, sígur þoka´ á dalinn. Komið er heim á kvíaból kýrnar, féð og smalinn. Höfundur ókunnur 48 49–50

23 Framtíðin Hvernig tónlist haldið þið að verði samin eftir 10 ár eða 100 ár? Það eru ekki mjög mörg ár síðan tölvur voru ekkert notaðar í tónlist. Í dag eru hins vegar tölvur mjög mikið nýttar þegar tónlist er samin, spiluð og tekin upp. Tóti tölvukall Tóti var einn í tölvulandi, alveg takkaóður fjandi. Í tölvuspilin hann óður var, hann var alveg spinnegal. Hann var pínulítill kall með augnaskjá og eyru eins og trompet. Já, hann var ekki í lofti hár, Ja, ég myndi segja svona um það bil tvö fet ... Tóti, Tóti, hann Tóti tölvukall. Tóti var einn í tölvulandi, á tölvuspilin var snjall. Tóti, Tóti, hann Tóti tölvukall. Tóti var einn í tölvulandi, á tölvuspilin var snjall. Tóti átti tölvutrítil sem talað gat með herkjum en hún var bara svo pínulítil að hún talaði í merkjum. Hún sagði dúdúdúdú, dídí da da da og geiflaði sig í framan, roðnaði svo og ræskti sig og þá fannst Tóta alveg æðislega gaman. Tóti, Tóti ... Þórhallur Sigurðsson (Laddi) 51–52

24 Hring eftir hring Hvernig sjáið þið tónlist fyrir ykkur? Sumir sjá kannski nótur, aðrir liti eða mynstur. Þeir sem búa til raftónlist í tölvum sjá oft tónlist fyrir sér í hringjum. Hver hringur er nokkrir tónar eða taktur sem er endurtekinn aftur og aftur. En það er líka hægt að skapa hringlaga tónlist með hljóðfærunum í tónmenntastofunni. • Búið til stóran hring með t.d. 12 eða 16 stólum. • Setjið hljóðfæri við hvern stól og veljið stjórnanda sem stillir sér upp í miðjum hringnum. • Sumir setjast í stólana hjá hljóðfærunum en aðrir setjast inn í hringinn. • Stjórnandinn bendir svo á þann sem á að byrja að spila og lætur tónlistina fara hring eftir hring.

Aðrar bækur í flokknum: Bækurnar eru líka til sem rafbækur og þeim fylgir kennarabók og hljóðefni á vefsíðu Menntamálastofnunar mms.is

Þemahefti í tónmennt þar semmikilvægi tímans í tónlist er kynnt og samspil tímans og náttúrunnar er skoðað. Einkum er unnið með árstíðirnar, sólarhringinn og sjávarföllin. Í námsefninu eru sönglög frá ýmsum heimshornum og áhersla lögð á að miðla þeim með hlustun og endurtekningu. Frumþættir tónlistar fléttast inn í efnið, s.s. form, tónstyrkur, tónhæð, tónlengd, túlkun og rými. Í kennsluleiðbeiningum eru verkefni til útprentunar. Námsefnið Tónlist og tíminn er hluti af bókaflokki í tónmennt fyrir yngsta stig grunnskóla. Það samanstendur af nemendabók, kennarabók og hlustunarefni á vef. Höfundar eru Ólafur Schram og Skúli Gestsson Myndhöfundur er Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson og tíminn 40704

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=