Tónlist og tíminn

10 Ættartré nótnanna Með því að skoða ættartré manneskju sést hverjir forfeður og formæður hennar eru. Hægt er að skoða lengdargildi nótna eins og ættartré. Þá er lengsta nótan barn sem á tvo foreldra. Foreldrarnir eiga sína foreldra og svo koll af kolli. Neðst á ættartrénu er heilnóta sem er lengsta nótan. Við hverja kynslóð ofar í trénu verða nóturnar helmingi styttri. Skoðið hvernig mismunandi samsetningar úr trénu hljóma. • Amma – pabbi – barn • Mamma – afi – langafi • Búið til ykkar eigin samsetningar af nótum og spilið á mismunandi hljóðfæri. sextándaparts nóta áttundaparts nóta fjórðaparts nóta hálfnóta heilnóta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=