Tónlist og tíminn

24 Hring eftir hring Hvernig sjáið þið tónlist fyrir ykkur? Sumir sjá kannski nótur, aðrir liti eða mynstur. Þeir sem búa til raftónlist í tölvum sjá oft tónlist fyrir sér í hringjum. Hver hringur er nokkrir tónar eða taktur sem er endurtekinn aftur og aftur. En það er líka hægt að skapa hringlaga tónlist með hljóðfærunum í tónmenntastofunni. • Búið til stóran hring með t.d. 12 eða 16 stólum. • Setjið hljóðfæri við hvern stól og veljið stjórnanda sem stillir sér upp í miðjum hringnum. • Sumir setjast í stólana hjá hljóðfærunum en aðrir setjast inn í hringinn. • Stjórnandinn bendir svo á þann sem á að byrja að spila og lætur tónlistina fara hring eftir hring.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=