Tónlist og tíminn

Rímur Þegar fólk kveður rímur fer það með þulu eða vísu. Rímnasöngur er mitt á milli þess að tala og syngja. Margar rímur segja sögu. Sumar rímur voru svo langar að það tók mörg kvöld að fara með þær fyrir heimilisfólkið. Hlustið á tóndæmi þar sem rímur eru kveðnar. Uppi´ í háa hamrinum Uppi´ í háa hamrinum býr huldukona; það veit enginn Íslendingur annar en ég, hve vel hún syngur. Eitt sinn hvarf hann, ekkillinn frá Álfahamri; það var ekki allt með felldu, eftir því sem sumir héldu. Leitað var hans út með á og upp við hamra, en allir höfðu öðru að sinna, og ekkilinn var hvergi að finna. Löngu seinna sauðamaður sagðist hafa heyrt hann glöggt á hljóðri vöku í hamrinum kveða þessa stöku. Uppi´ í háa hamrinum býr huldukona; það veit enginn Íslendingur annar en ég, hve vel hún syngur. Davíð Stefánsson 7 8–9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=