Tónlist og tíminn

17 Munstrið mitt Í Tunglskinssónötunni eftir Beethoven er greinilegt munstur í tónum píanósins. Skoðið myndina hér fyrir neðan á meðan þið hlustið á byrjun verksins. Hér sést hvernig tunglið breytist fyrir augum okkar á leið sinni umhverfis jörðina. Það stækkar og minnkar eftir því hversu stóran part af bjartari hluta þess við sjáum. Þessar breytingar á útliti tunglsins kallast kvartila-skipti. • Hvernig gætuð þið túlkað vaxandi og minnkandi tungl þegar þið spilið á hljóðfæri? • Hvaða önnur munstur dettur ykkur í hug þegar þið hugsið um tunglið? • Teiknið ykkar eigið munstur og athugið svo hvort þið getið breytt munstrinu í tóna með því að leika það á stafspil eða annað hljóðfæri. Kvartila-skipti 38

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=