skali1b_nem_flettibok - page 86

Sýnidæmi 6
Skali 1B
84
Gildi algebrustæðna
Í algebrustæður eru notaðir bókstafir í staðinn fyrir einhverjar talnanna.
Algebrustæða er því eins konar formúla þar sem hægt er að setja tölur í staðinn
fyrir bókstafi til að finna gildi stæðunnar. Bókstafirnir eru kallaðir breytur.
Óðinn er 3 árum yngri en bróðir hans. Bróðirinn er
b
ára.
a
Skrifaðu algebrustæðu fyrir aldur Óðins.
b
Gerðu töflu sem sýnir hve gamall Óðinn er þegar bróðirinn er 2, 10
og 12 ára.
c
Hvað merkir gildi algebrustæðunnar þegar
b
= 2?
Tillögur að lausn
a
Úr því að Óðinn er 3 árum yngri en bróðirinn þarf að draga töluna 3
frá aldri bróðurins:
b
− 3.
b
− 3 er algebrustæða fyrir aldur Óðins.
Fyrir hvert ár sem líður breytist gildið á
b
. Þá mun gildið einnig
breytast á
b
− 3 en það mun alltaf tákna aldur Óðins.
b
Settu aldur bróðurins í staðinn fyrir
b
í algebrustæðunni fyrir aldur
Óðins. Þar næst getur þú reiknað út gildi stæðunnar.
Aldur bróðurins,
b
Aldur Óðins,
b
− 3
2
2 − 3 = −1
10
10 − 3 = 7
12
12 − 3 = 9
c
2 − 3 = −1
Gildið er −1. Þegar bróðirinn var 2 ára var eitt ár
þangað til Óðinn fæddist.
1...,76,77,78,79,80,81,82,83,84,85 87,88,89,90,91,92,93,94,95,96,...140
Powered by FlippingBook