skali1b_nem_flettibok - page 68

Sýnidæmi 1
Markmið
Skali 1B
66
Að rannsaka mynstur
HÉr ÁTTU AÐ LÆRA AÐ
• bera kennsl á mynstur í myndum og tölum
• halda áfram með mynstur
• útskýra með orðum, formúlum og táknum hvernig mynstur er byggt upp
Þegar þú rannsakar mynstur skaltu athuga hvernig myndir, sem búnar eru til úr
pinnum, kubbum, strikum o.s.frv., mynda ákveðið mynstur. Þegar þú telur, úr hve
mörgum hlutum hver mynd er, muntu uppgötva að tölurnar mynda mynstur. Við
köllum þessar tölur
myndtölur
. Tölur, sem koma hver á eftir annarri í ákveðinni röð,
kallast talnaruna.
Myndirnar hér fyrir neðan líkjast hver annarri. Með hverri nýrri mynd þarf
fleiri hringi.
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
a
Lýstu hvernig þú getur búið til næstu mynd út frá myndinni á undan.
b
Skrifaðu myndtölurnar hverja á eftir annarri eins og talnamynstur í
talnarunu.
Tillaga að lausn
a
Fyrsta myndin er gerð úr 1 hring í miðjunni og 3 hringjum í kring.
Hringirnir eru 4 alls.
Með hverri nýrri mynd bætast 3 nýir hringir við myndina á undan,
1 hringur á hvern „arm“ .
Myndtölur
Sá fjöldi eininga
sem mynd er sett
saman úr.
1...,58,59,60,61,62,63,64,65,66,67 69,70,71,72,73,74,75,76,77,78,...140
Powered by FlippingBook