Kafli 5 • Algebra og jöfnur
101
Fjórir unglingar fara í bíó. Bíómiðinn kostar b krónur. Hver unglingur kaupir
einn safa á 90 kr.
a
Skrifaðu algebrustæðu með sviga fyrir hve mikið unglingarnir borga
samtals fyrir 4 bíómiða og 4 safa.
b
Notaðu reiknireglurnar til að margfalda saman tölur og tölur í sviga
til að skrifa dæmið í a-lið á annan hátt.
c
Hve mikið borga unglingarnir samtals fyrir 4 bíómiða og 4 safa þegar
b
= 750 kr.?
Tillaga að lausn
a
Hver unglingur borgar
b
+ 90 kr. fyrir 1 bíómiða og 1 safa.
Unglingarnir borga samtals 4(
b
+ 90) kr.
b
4(
b
+ 90) = 4 ·
b
+ 4 · 90 = 4
b
+ 72
c
Það er venja að reikna svarið út án þess að nefna eininguna og
skrifa síðan svarið með einingunni í einni setningu. Ef
b
= 750
er svarið skrifað þannig:
4
b
+ 360 = 4 · 750 + 360 = 3000 + 360 = 3360
Unglingarnir borguðu samtals 3360 kr.
5.56
Dag nokkurn gengur Þóra fjóra hringi á gönguskíðum.
Annan dag gekk hún sjö hringi. Látum lengd brautarinnar vera
v
.
a
Skrifaðu algebrustæðu með sviga fyrir vegalengdina sem
Þóra fer samtals á gönguskíðum þessa tvo daga.
b
Notaðu reiknireglurnar um að margfalda bókstafi og tölur
í sviga til að reikna út úr stæðunni í a-lið.
c
Hve langt gengur Þóra á skíðum þessa tvo daga samtals
þegar
v
= 3,5 km?
Sýnidæmi 11