Kafli 5 • Algebra og jöfnur
105
galdur nr. 2
1
Hugsaðu þér tölu,
2
leggðu 5 við hana,
3
margfaldaðu svarið með 3,
4
leggðu 9 við,
5
deildu með 3 og
6
dragðu frá töluna sem þú hugsaðir þér.
5.62
a
Veldu tölu og gerðu „galdur nr. 2“. Prófaðu með öðrum tölum.
Færðu alltaf sama svar?
b
Gerðu „galdur nr. 2“ með kubbum og pinnum eða táknum eins og í
sýnidæmi 13. Láttu einn kubb eða hring tákna töluna, sem þú hugsar
þér, og einn pinna eða strik tákna töluna 1. Notaðu þetta til að útskýra
galdurinn.
c
Kallaðu töluna, sem þú byrjar með, n og gerðu „galdur nr. 2“ með n.
Annað þrepið verður þá
n
+ 5. Notaðu þetta til að útskýra galdurinn.
d
Búðu til galdur. Prófaðu hann á tölu að eigin vali. Sýndu hvers vegna
galdurinn virkar.
5.63
a
Gerðu „galdur nr. 3“ og athugaðu hvort svarið segir til um aldur þinn.
b
Ólöf í 3. bekk er búin að eiga afmæli í ár. Hún er 9 ára.
Virkar „galdur nr. 3“ fyrir Ólöfu?
c
Ívar í 10. bekk er ekki búinn að eiga afmæli í ár.
Hann er 15 ára. Virkar „galdur nr. 3“ fyrir Ívar?
d
Prófaðu galdurinn á einhverjum sem þú þekkir.
Ræddu við bekkjarfélaga þinn um hvers vegna svarið verður rétt.
Sýndu það með teikningum, kubbum eða bókstöfum.
galdur nr. 3
1
Byrjaðu með árganginn sem þú ert í,
2
leggðu 3 við,
3
margfaldaðu svarið með 2,
4
leggðu 4 við,
5
leggðu 2 við ef þú hefur þegar átt afmæli í ár.
Ef ekki tekur þú strax fyrir tölulið 6.
6
Deildu með 2.