Background Image
Previous Page  63 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 63 / 140 Next Page
Page Background

Kafli 4 • Tölfræði

61

4.78

Sædís þjálfar bringusund. Hún gerði skrá yfir bestu tímana sem hún náði í

hverjum mánuði á síðasta ári:

Mánuður:

mars

apríl

maí

júní

júlí

ágúst

Tími (sek.):

39,35

38,67

38,07

37,45

37,10

36,78

Mánuður:

september október

nóvember

desember

janúar

febrúar

Tími (sek.):

36,50

36,10

35,62

34,93

33,28

32,20

a

Sýndu í viðeigandi myndriti hvernig árangur Sædísar hefur þróast.

b

Finndu meðaltíma bestu tímanna síðustu sex mánuðina.

c

Ef þróunin heldur áfram hér eftir sem hingað til − hve langur tími mun

líða þar til Sædís syndir vegalengdina á um það bil 30 sekúndum?

d

Hve lengi heldur þú að það sé raunhæft að Sædís haldi áfram að bæta

árangur sinn með þessu áframhaldi?

4.79

Magnús hefur áhuga á að vita hve margir lesa bloggið hans á degi hverjum.

a

Frá 1. til 31. mars fékk hann 7296 heimsóknir á bloggsíðuna sína.

Hve margar voru heimsóknir hans að meðaltali á dag á þessu

tímabili?

b

Hver gestur notaði að meðaltali 57 sekúndur á bloggsíðunni.

Hve marga klukkutíma notuðu gestir síðunnar samtals?

c

5% af lesendum komu á bloggsíðuna gegnum „bókamerki“ og

þess háttar. Frá öðrum síðum komu 59% gesta og 36% leituðu

að orðum og lentu á blogginu. Gerðu skífurit sem sýnir hvernig

gestirnir fundu bloggsíðuna.

d

Taflan til hægri gefur yfirlit yfir mismunandi vafra sem voru

notaðir til að lesa bloggið. Hve mörg prósent notuðu „aðra vafra“?

e

Sýndu skýrt og greinilega í skífuriti hvaða vafrar voru notaðir.

Vafri

hlutfall (%)

Firefox

42, 2

Internet

Explorer

33, 2

Safari

10, 4

Opera

6, 7

Chrome 4, 6

aðrir

?