Background Image
Previous Page  36 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 36 / 140 Next Page
Page Background

Skali 1B

34

Tíðasta gildi

Tíðasta gildi

er eitt þeirra gilda sem lýsa miðsækni. Tíðasta gildi segir

til um þá tölu í talnasafninu sem hefur hæstu tíðnina.

Notaðu töfluna í sýnidæmi 9 og finndu tíðasta gildi hæðar leikmanna í liði A

og í liði B. Berðu síðan saman tíðustu gildin.

Tillögur að lausn

156

162 162

172 174 175 176 177

Tíðasta gildi hæðar leikmanna í liði A er 162 cm

164

168 168

172 173 176 180

Tíðasta gildi hæðar leikmanna í liði B er 168 cm

4.43

Lárus fékk þessar einkunnir fyrir heimaverkefni á skólaárinu.

5, 3, 2, 2, 5, 2, 3, 1, 4, 4, 4, 1, 2, 4, 4, 1

a

Finndu tíðasta gildi einkunna sem Lárus fékk.

b

Finndu miðgildi einkunnanna.

4.44

Á prófi fengu nemendur að vita að miðgildi einkunna væri 3 og að

tíðasta gildið væri 4. Taflan sýnir hluta af niðurstöðum úr prófinu.

Hve margir nemendur fengu einkunnina 4 á prófinu?

Einkunn

1 2 3 4 5 6

Tíðni

3 4 7 ?

4 1

4.45

Berðu saman meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi í liði A og liði B

í sýnidæmum 9, 10 og 11.

Hvert þessara þriggja miðsæknigilda gefa bestu upplýsingarnar

um hæð leikmanna? Rökstyddu svarið.

Sýnidæmi 11

Ef einn leikmaður

hefði verið til viðbótar

í liði B sem væri 172 cm

hefðu verið tvö

tíðustu gildi í liði B:

168 cm og 172 cm.

Einkunnastiginn

er frá 0 til 6.