Background Image
Previous Page  37 / 140 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 37 / 140 Next Page
Page Background

Kafli 4 • Tölfræði

35

Ýmis verkefni

Í langri halarófu

Þetta verkefni er fyrir alla bekkjardeildina.

Þið þurfið

• pappír

• blýant

Aðferð

1

Finnið stað þar sem er gott pláss.

2

Raðið ykkur upp í „langa halarófu“ eftir því hve mörg systkini þið eigið.

Þeir sem eiga ekki systkini eiga að standa lengst til vinstri í röðinni og síðan

raðast hinir í röðina eftir því sem þeir eiga fleiri systkini. Þið megið ekki tala

saman heldur þurfið þið að nota fingurna til að hafa samskipti hvert við annað.

3

Nemandinn, sem stendur lengst til vinstri í röðinni, er númer 1. Síðan kemur

númer 2, 3, 4 og þannig áfram allt til síðasta nemandans. Þetta eigið þið að nota

til að finna nemandann, sem táknar miðgildið, og jafnframt hve mörg systkini

hann á.

4

Byrjið á nemandanum sem stendur lengst til vinstri í röðinni. Nemendur segja

„núll“ ef þeir eiga engin systkini. Næsti nemandi bætir við fjölda systkina sinna.

Þegar síðasti nemandinn nefnir tölu á það að vera summan af fjölda systkina

sem allir nemendur bekkjardeildarinnar eiga.

Nemendur finna meðaltal fyrir fjölda systkina í bekkkjardeildinni og skrá

niðurstöðu.

5

Nú stilla nemendur sér upp hver fyrir aftan annan þannig að þeir sem eiga sama

fjölda systkina eru í sömu röð. Nemendur telja og skrifa niðurstöður í tíðnitöflu.

6

Hvernig getið þið raðað öllum í bekkjardeildinni þannig að greinilegt sé „hver eða

hverjir“ tákni tíðasta gildið? Hvert er tíðasta gildið?

7

Notið töflureikni og útbúið kynningu á niðurstöðum úr þessu verkefni.