7
●
●
●
●
til að útbúa gögn fyrir þennan leik. Forsenda
leiksins er hins vegar að hópurinn sé ekki of
fámennur, lágmark er að nemendur séu sex
til átta og skemmtilegra ef þeir eru fleiri.
I spy with my little eye ...
er leikur sem
nota má til að þjálfa og rifja upp orðaforða.
Kennari ákveður hvaða orðflokka á að æfa
hverju sinni, t.d. litir, húsgögn, fjölskyldu
meðlimir, skólahlutir o.s.frv. Nemendum er
skipt í fjögurra manna hópa. Einn nemandinn
hugsar sér orð og hinir eiga að giska á hvað
það er. Í einstaklingskennslu skiptast nem
andi og kennari á að hugsa og giska.
Who/what am I?
er leikur sem þjálfar
orðaforða, flokkunarhæfileika og málskiln
ing. Kennari ákveður orð og fjölda þeirra.
Finna þarf myndir af orðunum og þurfa þær
að vera í tvíriti. Þetta má leysa með því að
taka ljósrit. Myndirnar eru límdar á lítil
spjöld/kort annars vegar, hins vegar er þeim
komið fyrir á einu blaði sem nemendur hafa
fyrir framan sig þegar þeir spila. Sá sem á að
gera dregur úr myndabunkanum og gætir
þess að sjá ekki hvað er á myndinni. Myndin
er svo fest á ennið á honum eða annars
staðar þar sem hann getur ekki séð hana.
Nemandinn reynir svo að giska á hvað er á
myndinni og getur notað myndasíðuna fyrir
framan sig til að styðjast við. Skráð er hversu
oft hann þarf að spyrja til að komast að réttu
svari. Sá sem spyr fæstra spurninga vinnur.
Einnig er hægt að nota myndabunkann ein
göngu, nemendur sitja saman í hring og skipt
ast á að draga og giska á hvað er á myndinni.
Hvíslleikur
þjálfar framburð og orðaforða.
Nemendur sitja í hring og sá sem er hann
hvíslar orði að næsta manni og svo koll af
kolli þangað til orðið er komið hringinn. Þá
spyr kennari hvað orðið var og hvað það
þýði.
Round it up
(hópvinna/parvinna).
Keppni
sem er notuð til upprifjunar og þjálfunar á
orðaforða. Kennari brennir á glæru myndir af
þeim orðum sem rifja á upp og bætir við
nokkrum til viðbótar sem nemendur þekkja
ekki. Hann skiptir nemendum í tvö lið og les
upp eitt orð í einu. Nemandi úr liði A kemur
og gerir hring utan um mynd á glærunni, því
næst les kennari næsta orð og nú á nemandi
úr liði B gera. Ef nemandi gerir hring um
ranga mynd fær hitt liðið tækifæri til að
reyna. Gott er að láta liðin nota sitt hvorn
litinn svo að stigagjöf fari ekki á milli mála.
Annað efni
Hér á eftir er listi yfir efni sem til er hjá Náms
gagnastofnun og getur nýst með þessu efni í
enskukennslu. Annars vegar má nota það beint
með nemendum, hins vegar má sækja í það
hugmyndir við gerð verkefna til viðbótar við þau
sem hér eru.
Billedordbog
Kennsluforrit þar sem kennd eru orð m.a. um
húsið, bæ, sveit o.fl. Hægt er að búa til ný verk-
efni í forritinu.
Play with words
Margmiðlunardiskur þar sem sextán efnisflokkar
eru teknir fyrir á myndrænan og skemmtilega
hátt. Á diskinum eru 24 mismunandi leikir sem
þjálfa lestur og hlustun. Fjögur þúsund orða
talandi enskt-íslenskt og íslenskt-enskt orðasafn.
Portfolio
Almennt námsefni í ensku fyrir byrjendur. Þar er
lögð meiri áhersla á hlustun, talað mál, lestur og
ritun en málfræði. Í efninu má fá ýmsar hug
myndir sem nýtast í tengslum við þessa þætti. Í
kennarabókunum er t.d. fjallað um undirstöðu
atriði tungumálanáms og bent á æfingar og verk
efni sem nýtast öllum nemendum á byrjenda-
stigi. Æskilegt er að kennarar nýti sér þessar
bækur í enskukennslunni.
Markviss málörvun
Í bókinni eru lýsingar á fjölmörgum leikjum og
æfingum sem eru sérstaklega hentugir til að æfa
hlustun ásamt því að setja saman léttar setn
ingar og beita þeim.
NÁMSGAGNASTOFNUN 2012 09611