Lærum ensku — Verkefni til ljósritunar - page 10

1. Name-game.
Nemendur æfast í að kynna sig
og læra nöfn. Þeir kasta blöðru, svampbolta eða
saman­vöðluðu blaði á milli sín. Sá sem fær bolt­
ann segir nafn sitt og nafn þess nemanda sem
hann kastar til, þ.e.
I´m ..., you are ...
Æfinguna má
bæði létta og þyngja, nemandi segir aðeins naf­
nið sitt eða bætir við upplýsingum eins og hvaðan
hann er, hve gamall o.s.frv.
2. I´m ....
Nemendur æfa áfram
I´m
. Þeir klippa
nið­ur myndir af krökkum, sjá æfingu 2.1.
3. Introductions.
Nemendur safna myndum af
þekktu fólki, klippa til dæmis út úr dagblöðum og
tíma­ritum. Myndirnar má líma á lítil spjöld á
stærð við mannspil og nota á ýmsan hátt til að
æfa kynn­ingar. Dæmi: Nemandi dregur spil og
kynnir sig sem persónuna á myndinni:
I´m ..., I´m
from ...
o.s.frv.
4. She/he is ...., she/he is from ...
. Nota má
sömu mynd­ir til að æfa persónufornöfnin
she
og
he
og orðasambandið
this is...
. Í stað þess kynna
sig sem persónuna segja nem­endur hver persón­an
er:
She is ...., she is from
eða
this is..
.,
she/he is
from..
. eða
this is...,
she/he is from...
o.s.frv. Hafa
skal í huga að oftast þarf að þjálfa
sh
-hljóðið í
framstöðu í ensku sérstaklega (she, shoe, ship,
shop).
5. Posters.
Nemendur vinna saman í litlum hóp­
um, klippa út myndir af fólki (af báðum kynj­um),
líma á spjald og skrifa nafn viðkomandi við
mynd­ina og landið sem hún/hann er frá. Hver
hópur kynnir vegg­spjaldið sitt munnlega, t.d.
This
is Björk. She is from Iceland.
Þetta verkefni má líka
vinna einstaklingslega og kynna fyrir kenn­ara.
6. Samtalsæfing.
Tveir nemendur vinna saman
og búa til samtal. Í einstaklingskennslu getur
kennari komið í stað annars nemandans. Flestir
nemendur þurfa eflaust í byrjun að styðjast við
skrifaðar leiðbeiningar, sjá æfingu 6.1. Smám
saman geta þeir svo losað sig við þær, breytt röð
á spurn­ingum, hvenær sagt er til nafns o.s.frv.
7. Songs.
Sjá 7.1, einnig söngva í námsefninu
English Club
1, bls. 6 og
Portfolio
1 (kennara­leið­
bein­ingar
)
bls. 27.
8. Trip to London.
Áður en nemendur hlusta á
band­ið í 4. verkefni er rætt um ferðina til London.
London er fundin á korti og kennari sýnir mynd­ir
af markverðum stöðum þar. Hafa einhverjir komið
til London? Sumir nemendur eiga e.t.v. mynd­ir frá
Lond­on heima semþeir geta komiðmeð. Í tengslum
við ferðina geta nemendur hugsað sér að stoppað
sé á skyndibitastað og í tengslum við það er
hentugt að kynna ýmis orð eins og
hamburger, ice-
cream, chips, shake
o.fl. Nemendur teikna/­skrifa
það sem þeir ­keyptu á skyndi­bitastaðnum og segja
frá því. Einnig er hægt að ­kenna söngva, sjá t.d.
7.1. Loks má búa til vegg­spjald með mynd­um frá
London.
11
HELLO - TIL KENNARA
Nemendur læri og þjálfist í að
heilsa og kveðja
kynna sig og aðra
segja hvaðan þeir eru
spyrja aðra hins sama
nota orðasambönd eins og
how are you, I´m ok, not so
good, fine og this is ...
hello, hi, I´m, what is your
name? where are you from?
I´m ..., she/he is ..., how are
you? I´m fine, ok, not so
good, thanks, please,
today, this is ...., listen, repeat,
speak, colour, read, write, draw
Hlustun og talað mál - æfingar og verkefni
Markmið
Orðaforði
NÁMSGAGNASTOFNUN 2012 09611
1,2,3,4,5,6,7,8,9 11,12,13,14,15,16,17,18,19,20,...91
Powered by FlippingBook