Lærum ensku — Verkefni til ljósritunar - page 7

6
Talað mál - samtalsæfingar
Í námsefninu er lögð mikil áhersla á að nemendur
æfist í að hlusta, skilja léttar spurningar, svara og
spyrja sjálfir. Eftir að nemendur hafa hlustað á
texta er brýnt að þeir æfist í að virkja orðaforð­ann
og mynda setningar sjálfir. Slíkt þurfa þeir að
sjálfsögðu að æfa munnlega. Því þarf að skapa
nemendum sem flest tækifæri til að tala, t.d. fara í
hlutverkaleiki, segja frá, taka viðtöl o.s.frv. Oft
getur það hjálpað nemendum að styðjast við
myndir, þ.e. tala út frá myndum. Einnig getur verið
nauðsynlegt í byrjun að styðj­ast við skriflegar eða
myndrænar leiðbeiningar á spjöldum til að minna
sig á.
Í samtalsæfingum vinna nemendur yfirleitt í
pörum. Áður en þeir hefjast handa sjálfstætt ætti
kennari að sýna þeim til hvers er ætlast, þ. e. lesa
eða leika á móti nemanda. Á þennan hátt má ætla
að nemendur átti sig betur en ella á því til hvers er
ætlast. Ef um er að ræða einstaklingskennslu
verður kennari ávallt að taka að sér annað
hlutverkið.
Veggspjöld
Veggspjaldagerð vekur iðulega áhuga nemenda
og er skemmtileg leið til að æfa ýmsa þætti
ensku­náms­ins. Æskilegt er að nemendur vinni
saman að gerð vegg­spjalda. Þeir fá stórt karton
sem þeir ýmist teikna myndir á sjálfir eða líma
á myndir úr blöðum eða auglýsingabæklingum.
Spjöldin eru svo hengd upp á vegg í skólastof­
unni og nemendur lýsa myndunum munnlega
eða skriflega eftir getu. Veggspjöld má að sjálf­
sögðu nota aftur og aftur til að tala um. Önnur
leið er að nemendur búi til úrklippubók sem þeir
safna í myndum í tengslum við tiltekið viðfangs­
efni, t.d. fötum, húsmunum, dýrum o.fl.
Leikir
Ýmsar leiðir er hægt að fara til að gera ensku­
nám­ið fjöl­breytilegt og lifandi. Skemmtilegt er til
að mynda að nota þulur og söngva. Í þessu
náms­efni eru aðeins nefndir örfáir söngvar. Fyrst
og fremst er miðað við að þeir séu notaðir til að
festa orðaforða og að nemend­ur læri þá eins og
þulur, klappi eða stappi samtímis því sem farið
er með textann. Marga söngva sem hent­ugt
getur verið að nota ásamt nótum má finna í
almennu byrjenda­efni í ensku, t.d. Portfolio og
English Club, sem til er í allflestum skólum. Þá eru
ýmsir leikir og þrautir vel til þess fallið að auðga
enskunámið. Hafa skal í huga að fjölmarga mál­
örvun­arleiki, sem algengir eru í byrjendakennslu í
lestri, má laga að enskukennslu og nota með
góðum árangri, sjá t.d. bókina Markviss mál-
örvun.
Hér á eftir eru hugmyndir að leikjum sem hægt
er að nota við flest viðfangsefnin:
Jakob segir
/
Simon says
er ein leið til að
kenna orð yfir athafnir og æfa fyrirmæli.
Leikurinn fer þannig fram að kennari gefur
ákveðin fyrirmæli. Nemendur eiga einungis
að fara eftir þeim þegar kennari segir
„Simon
says“
á undan:
Stand up, sit down ... Simon
says: Stand up!
Bingó
er hentugt til að þjálfa og rifja upp
orðaforða. Nemendur geta búið til bingó­
spjaldið sjálfir og er fjöldi reita á spjaldinu í
réttu hlutfalli við þann fjölda orða sem á að
æfa, t.d. ef orðin eru tíu þá getur hentað vel
að hafa reitina sex. Nem­endur velja orð af
orða­lista og skrifa eða teikna myndir í reiti­
na. Þeir strika út orðin sem kennari eða
nemandi les upp og sá vinnur sem er fyrstur
að strika út öll orðin á spjaldinu sínu.
Látbragðsleikur
er leikur sem hægt er að
nota til að þjálfa orðskilning. Nemendur leika
athöfn/orð­/­hlut fyrir hóp sem á að finna út
hvað er verið að túlka og aðeins má spyrja
tiltekinn fjölda spurn­inga
(á ensku að sjálfsögðu)
.
Matching
(samstæðuleikur)
. Leikurinn hentar
vel til þess að æfa orð og stuttar setningar, tal
og hlust­un. Nemendur fá spjald/kort með
mynd, orðmynd eða stuttri setningu. Þeir fara
svo á stjá í stofunni og finna þann sem er
með spjald sem pass­ar við þeirra. Til þess
þurfa þeir að spyrja félag­ana hvað sé á
þeirra spjöld­um, ekki bara að skoða spjöld
hvers annars. Þessi leikur getur verið mis­
þungur, léttast er að nemandi segi aðeins eitt
orð eða eigi að finna þann sem er með eins
spjald og hann sjálfur. Erfiðara er að sjálf­
sögðu að segja og skilja heilar setningar,
eina eða fleiri. Með við­fangs­efnunum hér á
eftir er mikið myndefni sem hægt er að nota
NÁMSGAGNASTOFNUN 2012 09611
1,2,3,4,5,6 8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,...91
Powered by FlippingBook