Lærum ensku — Verkefni til ljósritunar - page 4

3
Markmið
Tilgangur þessa námsefnis er að efla sjálfstraust
nemenda og treysta trú þeirra á eigin getu í
ensku­námi. Markmiðið er að nemendur geti
skilið algeng orð og orðasambönd í töluðu máli
tjáð sig um ýmislegt sem snertir þá sjálfa
og þeirra nánasta umhverfi.
Helstu áhersluatriði
Í námsefninu er fyrst og fremst lögð áhersla á
hlust­un og talað mál
og eru viðfangsefnin í sam­
ræmi við áherslur í Aðalnámskrá.
Miðað er við að námsefnið nýtist nemendum á
mis­mun­andi aldri sem eru að stíga sín fyrstu
skref í ensku­námi og geta ekki notað almennt
námsefni. Það er þó einkum ætlað nemendum á
miðstigi grunn­skólans.
Gert er ráð fyrir að verkefnin nýtist í litlum hóp­
um og einstaklingskennslu en einnig að nem­
andi geti unnið þau inni í bekk, allt eftir því
hvernig skipulagi kennsl­unnar er háttað.
Efninu fylgir geisladiskur svo að nemandi geti
hlust­að á æfingarnar eins oft og hann þarf til að
tileinka sér orðaforða og framburð. Í framhaldi
af hlustun eru ávallt talæfingar til að þjálfa
málnotkun. Þess er gætt að í talæfingum þurfi
nem­andi aðeins að nota orð sem hafa komið
fyrir áður í hlustun.
Málfræði er eingöngu kennd sem hluti af orða­
forða eða í föstum orðasamböndum.
Höfundar gera ráð fyrir að í kennslustundum sé
töluð enska eftir því sem kostur er og að nem­
endur séu virkir þátttakendur í náminu.
Uppbygging efnisins
Efninu er skipt í sjö viðfangsefni, þ.e.
Hello
,
Numbers
,
Colours and clothes
,
Ulla´s family
,
Home, sweet home
,
At school
og
The body
. Hverju
viðfangsefni fylgja ábendingar til kennara á
sérstöku kennarablaði, nemendablöð og hlust­
unarefni á geisladiski. Efnið er gefið út í laus­
blaðamöppu til ljósritunar og eru rökin fyrir því
m.a. að slík útgáfa auðveldar kennurum að
laga viðfangsefnin að þörfum nemenda
stjórna efnistökum og umfangi námsins
bæta inn verkefnum annars staðar frá
og hafa allt í sömu möppu.
A. Kennarablöð
Á blöðum til kennara eru tilgreind markmið
með við­fangsefninu, yfirlit er yfir orðaforða sem
farið er í og bent á æfingar og verkefni sem
henta vel til að þjálfa hlustun og talmál í sam-
tals- og leikjaformi, sjá einnig kaflann Leikir á
bls. 6. Yfirleitt er sá háttur hafður á að fyrst eru
létt­ustu æfingarnar nefndar og oft mælt með að
farið sé í þær munnlega áður en nemenda­blöðin
eru lögð fyrir. Í nokkrum æfingum er vísað í efni
til ljósritunar sem kennari getur valið úr. Hafa
skal í huga að þessi verkefni eru oft hugsuð til
að hengja upp í skólastofunni og því æskilegt að
þau séu stækkuð. Þau má einnig gera margnota
með því að plasta þau og leyfa nemendum að
skrifa lausnir með glærupenna.
Margir nemendur með sérkennsluþarfir þurfa
mikla endurtekningu til að ná tökum á undir­
stöðuatriðum. Kemur því ávallt í hlut kennara
að skipuleggja frek­ari æfingar og útbúa verkefni
við hæfi hvers og eins. Gert er ráð fyrir að kenn­
ari þurfi að útbúa ýmis verkefni sjálfur til viðbó­
tar við þetta námsefni til að nota í kennsl­unni,
útvega tímarit og bæklinga til að klippa úr
myndir, spjöld/kort til að líma á, ljósrita efni og
síðast en ekki síst þarf hann að hafa við hend­
ina safn af ýmsum hlutum til að ræða um, svo
sem skóladót, fatnað, jafnvel ávexti o.s.frv. Til
hægðar­auka má hafa verkefnin í þessu náms­
efni til hliðsjónar við gerð fleiri verkefna.
INNGANGUR
NÁMSGAGNASTOFNUN 2012 09611
1,2,3 5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,...91
Powered by FlippingBook