4
K
B. Nemendablöð
Í tungumálanámi er mikils um vert að setja
tungumálið, ný orð og orðasambönd, í merk
ingarbært samhengi og tengja það eftir því sem
kostur er raunhæfum og fjölbreytilegum aðstæð
um. Hér á eftir er skýrt frá því hvernig reynt er
að uppfylla þessi markmið í námsefninu.
Dagbók
Valin er sú leið að segja frá dvöl systkinanna
Önnu og Róberts í sumarbúðum í Englandi. Þau
skrifa dagbók sem gerir nemendum kleift að
fylgjast með ýmsu sem á daga þeirra drífur. Þar
eð orðaforði dagbókarinnar er of erfiður fyrir
nemendur sem eru að hefja enskunámið var
ákveðið að hafa dagbókartextann á íslensku.
Ekkert mælir þó gegn því að kennari spjalli um
það sem þar kemur fram á ensku ef nemendur
ráða við það. Dagbókin gefur einnig tilefni til að
kenna heiti daga og mánaða og hugtaka eins og
yesterday
,
tomorrow
ef því er að skipta. Anna og
Róbert skrifa ekki á hverjum degi í dagbókina og
því getur vantað daga inn í. Stundum tengjast
fleiri en eitt verkefnablað sama deginum, sjá t.d.
At school
og
The body
.
Texti til kennara
Á vinstri spássíu nemendablaðanna ( ) er skýrt
frá því hvernig verkefnin eru hugsuð og þar er
einnig vísað í viðbótaræfingar sem henta í tengsl
um við verkefnin. Um er að ræða æfingar eða
leiki sem sagt er frá í þessum inngangi eða á
kennarablöðunum í upphafi hvers viðfangsefnis.
Á fyrsta nemendablaði í hverju viðfangsefni eru
dregin út þau atriði sem einkum er lögð áhersla
á. Það er gert til að nemandanum sé ljóst hvað
ætlast er til að hann tileinki sér. Misjafnt er hversu
mörg nemendablöð og viðbótaræfingar fylgja
hverju viðfangsefni.
Leitast er við að hafa uppsetningu verkefna ein
falda, fyrirmæli skýr og ekki mörg atriði á hverju
blaði. Þetta er gert í ljósi þess að efnið er ætlað
nemendum sem oft eiga erfitt með að skipuleggja
vinnu sína og vinna úr margs konar flóknu áreiti
í senn.
Hlustun og endurtekning
Á nemendablöðunum byrja flest viðfangsefnin á
hlustunaræfingu. Ætlast er til að nemandi hlusti
á lesturinn og endurtaki það sem hann heyrir þar
til hann hefur náð tökum á innihaldi og fram
burði textans. Oft er árangursríkt að nemandi
hlusti á allan textann á blaðinu í heild áður en
hann endurtekur sjálfur tiltekna búta. Þetta á
einkum við ef textinn er langur. Kenna þarf nem
endum að nota hlé-takkann til að stoppa lest
urinn og endurtaka ef þeir eiga að vinna sjálf
stætt.
Einföldun efnis
Kennari metur hvort hann notar öll nemenda
blöðin og æfingar sem fylgja hverju viðfangsefni
eða velur úr þeim. Það ræðst m.a. af getu og
þörfum nemenda hverju sinni og skipulagningu
námsins. Til dæmis gæti kennari kosið að leggja
eingöngu áherslu á munnlega þjálfun og nýta
nemendablöðin fyrst og fremst sem hugmynda
banka. Í slíkum tilvikum má stækka teikningarn
ar, setja þær á glærur og nota til að ræða um. Þá
er kennara í sjálfsvald sett hvort hann fylgir röð
viðfangsefnanna eins og þau eru í möppunni.
Loks getur kennari sem hefur gott vald á ensku
og enskum framburði sleppt geisladisknum og
lesið textann fyrir nemendur sjálfur.
Nokkrum viðfangsefnum fylgja teikningar af
einstökum hlutum. Þær getur kennari ljósritað,
minnkað og stækkað, búið til alls konar verkefni,
spil o.fl. og notað á margvíslegan hátt til að rifja
upp og festa orð.
Endurtekning
Tekið skal fram að mikilvægt er að endurtaka í
hverri kennslustund viss atriði, til dæmis kveðjur
eins og
good morning, good afternoon, good bye
,
orðaforða yfir algengar skólaathafnir og algengt
skóladót, nöfn á löndum sem krakkarnir í búð
unum koma frá, heiti talna, liti o.s.frv. Kennari
ætti að freista þess að tala sem mest á ensku eins
og áður er vikið að. Ekki skal ætlast til að nem
endur tileinki sér allan orðaforðann sem er
notaður, heldur er tilgangurinn fyrst og fremst að
þeir venjist því að hlusta á enska tungu. Smám
saman eykst svo skilningur þeirra og hæfni til að
byggja upp og nota einfaldar setningar.
Úrfellingarmerkið
Í námsefninu er notkun úrfellingamerkis
NÁMSGAGNASTOFNUN 2012 09611