Lærum ensku — Verkefni til ljósritunar - page 6

5
takmörkuð við
I’m
og
can’t
til einföldunar fyrir
nemendur. Úrfell­ingar­merkið þarf að útskýra
sér­staklega fyrir nem­end­um og sýna þeim fyrir
hvað það stendur, þ.e.
I am
og
canno
t. Ávallt skal
nota eðli­legan enskan framburð, sbr. innlestur.
Tákn
Á nemendablöðunum eru nokkur tákn til að
auð­velda nemendum að átta sig á í hverju verk­
efnin eru fólgin. Þau eru:­
listen
listen and repeat
speak
colour
read
write
draw
Gátlisti
Efninu fylgir hugmynd að gátlista, sjá bls. 9,
sem kenn­arar geta notað við gerð námsáætl­ana,
til að fylgjast með námi nemenda og til að
hvetja nemend­ur til að fylgjast með eigin
námsfram­vindu. Laga má listann að námsmark­
miðum ein­stakra nemenda. Mikilvægt er að
nem­andi geri sér grein fyrir hvað hann hefur lært
og hvað hann þarf að þjálfa betur. Hér fylgja
nokkrar hugmyndir um hvernig nota má listann:
Áður en byrjað er á einstöku viðfangsefni
skráir ­kennari orðaforða og málfærni sem
nemandi á að tileinka sér á tilteknu náms­
tím­abili. Í lok þess fer kennari yfir listann og
metur stöðu nemandans.
Kennari ákveður orðaforða og málfærni sem
nemandi á að tileinka sér á tilteknu náms­
tímabili. Fer yfir listann í lok tímabilsins með
nemand­anum.
Kennari og nemandi ákveða í sameiningu
orðaforða og málfærni sem nemandi á að
til­einka sér á námstímabilinu. Þeir fara svo
sam­­an yfir þessi atriði í lok tímabilsins og
meta stöðuna.
Ábendingar um aðferðir
Hlutverk kennarans
Í enskunnámi, líkt og öðru námi, er áríðandi að
nemandanum líði vel, að hann finni til örygg­is­
kennd­ar og þori að tjá sig og taka virkan þátt því
sem fram
fer. Nemendur læra nýtt mál með því
að hlusta á það og beita því, reyna að tala, prófa
sig áfram og leika sér með málið á margvíslegan
hátt.
Sjá dæmi um leiki hér á eftir og á blöðum
til kennara á undan hverju viðfangsefni.
Mikilvægt er að kennari geri orðaforðann sem
feng­ist er við hverju sinni sjáanlegan og áber­
andi í skóla­stof­unni, skrifi t.d. orð dagsins á töfl­
una, á lítil spjöld eða veggspjöld sem hengd eru
upp í stofunni, merki hluti í skólastofunni, hengi
upp verkefni nem­enda o.s.frv.
Kennari ætti að nota ensku í kennslustundum
eftir því sem kostur er, eins og áður segir, og
hvetja nemendur til hins sama. Mikilvægt er að
tala skýrt en eðlilega og nota einföld orð, ekki
mismunandi orð yfir sama hlutinn, einfalda
setninga­uppbyggingu og stuttar setningar.
Stundum nægir eitt orð. Í byrjun er æskilegt að
nota mest orð sem eru lík íslenskum orðum og
með svipaða merkingu, t.d.
stand, sit, open, toe,
house, hat
. Einnig þarf að þjálfa sérstaklega
hljóð í ensku (t.d.
w/v, sh, r, u
) sem eru ólík ísl­
ensku. Einnig þarf að fjalla um ýmsar málvenj­ur
sem tíðkast í ensku en ekki í íslensku eins og
notkun á
please
o.fl. Oft auðveldar það skilning
á erlendu máli að nota hreyfingar með tali til
áréttingar eða benda á hluti sem rætt er um. Og
aldrei er of mikil áhersla lögð á mátt endur­
tekningarinnar í tungumála­kennslu.
NÁMSGAGNASTOFNUN 2012 09611
1,2,3,4,5 7,8,9,10,11,12,13,14,15,16,...91
Powered by FlippingBook