Previous Page  108 / 124 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 108 / 124 Next Page
Page Background

Skali 2A

106

3.137

Finndu meðalhraðann.

a

Hlébarði hleypur 800 m á 26 sek.

b

Ein skíðabrekka Hvítafjalls í

Noregi er 3000 m löng og

skíðagarpar eru um það bil 1 mín.

og 30 sek. á leiðinni niður.

3.138

Eðlismassi brons er 8,8 g/cm

3

. Bronsklumpur, sem er 115 cm

3

rúmmáli, er notaður til að búa til ýmsa skartgripi. Hver skartgripur

hefur massann 42 g.

Hve marga skartgripi er hægt að búa til úr bronsklumpnum?

3.139

Notaðu tímatöfluna fyrir rútu frá Reykjavík til Mývatns.

Finndu leiðina á Íslandskorti.

Áfangastaðir

Reykjavík

Hveragerði

Selfoss

Hella

Leirubakki

Hrauneyjar

Nýidalur

Aldeyjarfoss

Goðafoss

Skútustaðir

Mývatn

Koma

8:40 8:55 9:30 10:05 11

:00 13:40 16:45 17:55

19:10 19:30

Brottför 8:00 8:40 9:00 9:35 10:05 11

:00 14:10 17:15 18:40

19:10

Heimild:

www.re.is

(Reykjavík Excursions)

a

Hvað er rútan frá Reykjavík til Mývatns lengi á leiðinni?

b

Á hvaða stöðum er stansað um stund á leiðinni?

c

Hvar er stansað lengst? Hvað hafa farþegar langan tíma til að

skoða sig um þar?

d

Farið með rútunni kostar (í ágúst 2015) kr. 20 500 fyrir 16 ára og eldri,

ókeypis fyrir börn 11 ára og yngri og unglingar 12−15 ára borga hálft

gjald.

Hvað kostar fyrir hjón með 14 ára tvíburabræður og 11 ára telpu,

svo og afa þeirra og ömmu?

e

Hvað kostar fyrir þig og fjölskyldu þína að fara með rútunni frá Reykjavík

til Mývatns?

3.140

Í sælgætispoka eru hlaupmolar í fjórum litum. Hlutfallið milli litanna rauður,

gulur, grænn og appelsínugulur er 5 : 2 : 3 : 4.

Hve mikið getur verið af hlaupmolum í hverjum lit í pokanum?

Finndu að minnsta kosti þrjá mismunandi möguleika.