skali1b_nem_flettibok - page 125

Kafli 5 • Algebra og jöfnur
123
5.90
Notaðu fyrsta bókstafinn í nafninu þínu eða einhvern annan bókstaf
sem þú hefur ekki teiknað eða notað í myndir áður.
a
Teiknaðu bókstafinn á rúðustrikað blað eða notaðu kubba til að búa
hann til. Þú átt að ákveða hvernig minnsti bókstafurinn á að vera og
hvernig hann á að stækka.
b
Teiknaðu eða búðu til þrjár næstu myndir (bókstafi). Skrifaðu
myndtölurnar undir hverja mynd.
c
Segðu einhverjum bekkjarfélaga þínum hvaða bókstaf þú teiknaðir eða
bjóst til. Lýstu hvernig minnsti bókstafurinn lítur út og hvernig þú getur
fundið myndtölur hverrar myndar. Bið þú nú bekkjarfélaga þinn að
teikna eða búa til fjórar fyrstu myndirnar. Mundu að sýna honum ekki
myndirnar þínar! Gakktu síðan úr skugga um hvort myndir
bekkjarfélagans eru eins og þínar myndir.
d
Skrifaðu með orðum hvernig þú getur fundið myndtölur myndanna
þinna.
e
Finndu myndtölu myndar númer 5.
f
Skrifaðu með orðum hvernig þú getur fundið myndtölu myndar númer
n
,
það er m
n
, út frá myndtölu myndarinnar næst á undan, m
n
1
. Finndu m
6
.
Teiknaðu mynd 6 og athugaðu hvort það sem þú fannst er rétt.
g
Hvaða myndnúmer getur þú búið til ef þú mátt nota 20 reiti í bókstafinn
sem þú valdir?
h
Búðu til beina formúlu fyrir hvernig þú getur fundið myndtöluna m
n
, þ.e.
myndtölu myndar númer
n
. Finndu m
6
. Athugaðu hvort það sem þú
fannst passar við svarið í f-lið.
i
Hvaða númer hefur stærsta myndin sem þú getur búið til á einni
blaðsíðu í reikningsheftinu þínu?
1...,115,116,117,118,119,120,121,122,123,124 126,127,128,129,130,131,132,133,134,135,...140
Powered by FlippingBook