Kafli 5 • Algebra og jöfnur
133
jafngild brot
tvö eða fleiri brot sem hafa sama gildi, þ.e. eru jafn stór
jafnhliða þríhyrningur
þríhyrningur þar sem allar hliðarnar eru jafn langar og öll hornin jafn stór, þ.e. 60°
K
kerfisbundin villa
ef allar mælingar gefa annaðhvort of lágar eða of háar niðurstöður
kúrfa
ferill
kvóti
svarið við deilingardæmi: deilistofn : deili = kvóti.
L
lagshorn
tvö horn sem samtals eru 90°
langhlið
lengsta hliðin í rétthyrndum þríhyrningi
lengja brot
að margfalda teljara og nefnara með sömu tölu
liður
tölurnar sem lagðar eru saman í samlagningardæmi og tölurnar sem dregnar eru frá hver
annarri í frádráttardæmi: liður + liður = summa; liður – liður = mismunur
lína
„farið“ eftir punkt sem hreyfir sig stöðugt í sömu stefnu á sléttu (eða fleti)
línurit
myndrit sem er notað til að sýna breytingu yfir ákveðið bil og er gert í hnitakerfi. Breytingin er
sýnd sem samfelldur ferill.
lokuð spurning
spurning þar sem svarmöguleikarnir eru fyrir fram ákveðnir
M
margfeldi
svarið sem kemur út þegar tala er margfölduð með annarri tölu: þáttur · þáttur = margfeldi
margföldun
það að margfalda
marghyrningur
lokuð flatarmynd með þremur eða fleiri hliðum. Hliðarnar eru strik sem mætast í hornum
marghyrningsins. Marghyrningur hefur jafn mörg horn og hliðar.
meðaltal
niðurstaðan þegar deilt er í summu talna með fjölda þeirra
miðgildi
liggur í miðju gagnasafns ef gögnunum er raðað eftir stærð. Ef heildarfjöldi gilda er slétt tala er
tekið meðaltal þeirra tveggja gilda sem eru næst miðju. Miðgildi er eitt þeirra gilda sem segir til
um miðsækni.
miðpunktur
punktur á strikinu AB sem er jafn langt frá punktinum A og frá punktinum B
miðsækni
gildi sem sýna miðsækni segja til um hver „miðjan“ í stóru gagnasafni er, þ.e. gildi sem er
dæmigert fyrir gagnasafn. Þessi gildi eru meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi.
miðþverill
þverill sem liggur gegnum miðpunkt striks og myndar 90° horn við strikið
minni vasareiknis
virkar sem falinn gluggi í vasareikninum sem hægt er að skrá tölu í
minnsta sameiginlega
margfeldi talna
minnsta talan sem allar tölurnar ganga upp í
mismunur
svarið í frádráttardæmi: liður – liður = mismunur
myndnúmer
tala sem táknar númer í röð mynda
myndrit
myndrit kynnir gögn á sjónrænan hátt
myndtala
tala sem segir til um úr hve mörgum einingum mynd er sett saman
N
náttúrlegar tölur
tölurnar sem við teljum með: 1, 2, 3, 4 …
nefnari
talan sem er undir brotastrikinu í almennu broti. Táknar í hve marga jafn stóra hluta heildinni
er skipt.
neikvæðar tölur
þær eru vinstra megin við 0 á talnalínunni og eru táknaðar með frádráttarmerki
O
oddatala
heil tala sem er ekki deilanleg með 2
oddpunktur
punkturinn þar sem tveir armar horns mætast
opin spurning
spurning sem þátttakendur í spurningakönnun geta svarað frjálst
Ó
óeiginlegt brot
almennt brot stærra en 1. Teljarinn er alltaf stærri en nefnarinn í óeiginlegu broti.
óuppsett jafna
texti sem lýsir vandamáli sem hægt er að leysa með jöfnu
P
prósent
hluti af 100, hundraðshluti; 1% er einn hundraðasti hluti; 100% samsvarar einum heilum (allri
heildinni, öllum)
punktur
„staður“ í rýminu sem hefur enga vídd