5 + 4x = 3x + 2
4x + 3 = 5 + 2x
1
___
2 x + 3 = 4x + 5
3x + 5 = 4x + 2
x + 6 = 8x + 10
5x + 5 = 4x + 2
4 + 3x = 4x + 1
4x + 6 = 2x + 8
Kafli 5 • Algebra og jöfnur
117
5.86
Skráðu hvert dæmi sem jöfnu og leystu hana.
a
Gatari kostar 690 kr. meira en strokleður. Samtals kosta gatarinn og
strokleðrið 1090 kr.
Hvað kostar strokleðrið?
b
Níels tínir helmingi meira af berjum en Marteinn. Samtals tína þeir 18 kg.
Hve mörg kíló tínir Níels?
c
Hestur ásamt knapanum vegur 615 kg. Hesturinn vegur 485 kg meira en
knapinn.
Hvað vegur knapinn?
d
Summa tveggja sléttra talna, sem koma hvor á eftir annarri í talnaröðinni,
er 46.
Hver er minni talan?
e
Summa tveggja talna er 80. Önnur talan er fjórum sinnum stærri en hin.
Hver er minni talan?
f
Anna kaupir peru, sem kostar 140 kr., og 3 epli.
Kristín kaupir 5 epli. Þær borga jafn mikið.
Hvað kostar eitt epli?
5.87
Skráðu verkefnið sem jöfnu og leystu hana.
Lengd rétthyrnds jarðarskika er 5 m stærri en breiddin.
Hver er breiddin þegar ummál skikans er
254 m
2
?
5.88
Byrjaðu með eina af jöfnunum í bláa
rammanum. Bættu við, dragðu frá,
margfaldaðu eða deildu með sömu tölu
báðum megin við jöfnumerkið þannig að
þú fáir einhverja jöfnuna í gula
rammanum. Paraðu þannig saman jöfnurnar
í bláa og gula rammanum.